Duchenne dagurinn í dag; Brjótum niður múra

Í dag er alþjoðlegi Duchenne dagurinn en þema dagsins í ár er Brjótum niður múra (Breaking Barriers). Á alþjóðlegrum vef Duchenne dagsins segir að eitt af hverjum 5000 börnum séu greind með sjúkdóminn Duchenne vöðvarýrnun (Duchenne Muscular Dystropy – DMD) árlega. Ennfremur segir á vefnum að ýmis Duchenne samtök í veröldinni vinni að því ötullega árið um kring að tryggja aðgengi barna og fullorðinna með Duchenne sjúkdóminn að heilbrigðisþjónustu, efla rannsóknir og fræða sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Sjá vef alþjóðlega Duchenne dagsins hér.

Sjá Facebook síðu Duchenne samtakanna hérlendis.