Upptökur og glærur frá vorráðstefnu 2025 nú aðgengilegar á vef RGR

Upptökur og glærur frá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem haldin var 8. og 9. maí 2025 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi, eru nú aðgengilegar á vef RGR.

Vorráðstefna RGR var haldin í fertugasta skipti og var ráðstefnan að þessu sinni haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur – áskoranir og tækifæri“.

Um 550 þátttakendur sóttu ráðstefnuna, þar af um 100 í gegnum streymi, sem gerir hana að einni stærstu ráðstefnu RGR til þessa. Ráðstefnan þótti einstaklega vel heppnuð, bæði hvað varðar faglegt innihald og skipulag. Í ráðstefnukönnun sögðu þátttakendur meðal annars:

„Algjörlega frábær ráðstefna og skipulag til fyrirmyndar.“
„Ótrúlega flott ráðstefna. Takk fyrir mig.“

Vorráðstefna 2026 verður 7. og 8. maí undir yfirskriftinni „Sköpum tækifæri – þátttaka og framtíð fatlaðra barna“.

Hér má nálgast upptökur og glærur einstakra erinda á vorráðstefnu 2025:
Vorráðstefna 2025 – upptökur og glærur