22.03.2020
Landssamtökin Þroskahjálp gáfu nýlega út upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli á íslensku í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið. Samtökin hafa nú gefið út sama bækling á ensku og pólsku enda mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun af erlendum uppruna og aðstandendur þeirra.
22.03.2020
Á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum með streymi á Facebook síðu samtakanna um ýmis málefni tengd ADHD. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna
20.03.2020
Vegna Covid-19 hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum athugunum á börnum fram að 4. maí eða á meðan samkomubann er í gildi. Ástæðan er sú að ekki er hægt að tryggja nægilega fjarlægð milli fólks né heldur fullnægjandi sótthreinsun á prófgögnum, húsgögnum og húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.
17.03.2020
Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli. Það er mikilvægt að allir fái réttar og góðar upplýsingar um kóróna-veiruna, líka fólk með þroskahömlun.
16.03.2020
Öllum námskeiðum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í mars er frestað en þetta eru námskeiðin Tákn með tali, grunnnámskeið (16. mars), Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik (17.-18. mars) og Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik (30. og 31. mars).
05.03.2020
Í ljósi þess að Covid-19 hefur breiðst út á Íslandi vill Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins benda á eftirfarandi:
Frá og með 19. mars eiga allir Íslendingar og aðrir með búsetu á Íslandi sem koma til landsins að fara í 14 daga sóttkví. Ef þú ert í þeim hópi eða ert með einhver inflúensueinkenni, þá vinsamlegast komdu ekki í boðaðan tíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Vinsamlegast hringdu í s. 5108400 til að fá nánari upplýsingar um nýjan tíma.
07.05.2020
-
08.05.2020
Við vorum að setja dagskrá Vorráðstefnu 2020 á vefinn okkar!
17.02.2020
Boðið verður upp á framhaldsnám í hagnýtri atferlisgreiningu í Háskóla Íslands frá og með haustinu 2020. Með þessu er verið að bregðast við ákalli um að fjölga sérfræðingum í samfélaginu sem hafa þekkingu á árangursríkum vinnubrögðum og geta skapað jákvæðar og hvetjandi námsaðstæður fyrir fjölbreyttan hóp barna.
17.02.2020
Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma.
14.02.2020
Mjög djúp lægð gengur yfir landið fyrri hluta dagsins i dag, föstudaginn 14. febrúar og rauð viðvörun í gildi á stórum hluta landsins. Greiningar- og ráðgjafarstöð lokuð meðan rauð viðvörun er í gildi.