07.05.2020
-
08.05.2020
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á árlega vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar sem haldin verður 7. og 8. maí næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Mennt er máttur – Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum.
28.02.2020
Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma er 29. febrúar. Föstudaginn 28. febrúar standa Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík frá 12:00-15:00.
28.01.2020
Íþróttaskóli fatlaðra í Reykjavík hefst laugardaginn 1. febrúar næstkomandi í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50 og stendur námskeiðstíminn til 4. apríl.
27.01.2020
Vakin er athygli á því að námskeiðið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið verður næst haldið á Akureyri 21. febrúar nk. í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Skráning fer fram á www.simenntun.is.
22.01.2020
Nýlega var birt ritrýnd grein eftir Evald Sæmundsen, sálfræðing á Greiningar- og ráðgjafarstöð, og fleiri sérfræðinga á svið einhverfu í ritinu Journal of Autism and Developmental Disorders.
14.01.2020
Föstudaginn 21. febrúar verður námskeiðið „Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið“ haldið í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.
03.01.2020
Vorönn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er hlaðin áhugaverðum námskeiðum fyrir fagfólk, foreldra og aðra aðstandendur barna með þroskaraskanir og fatlanir. Fyrsta námskeið vorannar er hið sívinsæla námskeið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið, sem hefst þann 20. janúar næstkomandi.
02.01.2020
Hið sívinsæla námskeið Klókir krakkar sem er ætlað börnum á einhverfurófi á aldrinum 11 til 13 ára og foreldrum verður haldið í 12 skiptum á tímabilinu 28. janúar til 12 maí næstkomandi.
19.12.2019
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári.
10.12.2019
Fyrstu námskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar á vorönn eru komin á dagskrá og sýnileg á vef stöðvarinnar. Þetta eru námskeiðin: Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana, með áherslu á notkun CARS-2-ST, Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik, Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og Skipulögð kennsla og verða þau öll haldin janúar og febrúar. Fleiri námskeið verða sett inn síðar fyrir vorönn 2020.