Fréttir

Styrkur til rannsóknar á fjölgun tilvísana barna af erlendum uppruna

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins styrk að fjárhæð 3.000.000 kr. til vegna rannsóknarinnar „Fjölgun tilvísana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vegna barna af erlendum uppruna – Í hverju felst hún og hvað veldur henni?“

Ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa

Gefin hafa verið út ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa barna og unglinga í daglegu lífi en með skjánotkun er átt við sjónvarp, tölvur og farsíma en þa' eru sjö stofnanir og samtök sem hafa undirbúið og standa að útgáfunni.

Snemmskráningu á ráðstefnu um snemmtæka íhlutun lýkur 23. apríl

Við vekjum athygli á að snemmskráningu fyrir vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar lýkur 23. apríl nk., sem er fyrsti virki dagur eftir páska (3. í páskum!) og því um að gera að skoða dagskrána og skrá sig fljótlega.

Mikil aðsókn á Að sjá hið ósýnilega

Óhætt er að segja að kvikmyndin Að sjá hið ósýnilega, sem er heilmildarmynd um konur á einhverfurófi, hafi fengið góðar viðtökur en uppselt er á þrjárá fyrstu sýningar og bætt hefur verið tveimur sýningum til að anna eftirspurn.

Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfu

Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfu en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2007 að 2. apríl ár hvert skyldi helgaður aukinni meðvitund um einhverfu. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna er ætlað að vekja athygli á einhverfu sem hefur áhrif á tugi milljóna manns út um allan heim.

Að sjá hið ósýnilega

Á morgun, 2. apríl á alþjóðlegum degi einhverfu, verður forsýnd heimildarmyndin Að sjá hið ósýnilega um konur á einhverfurófi, líf þeirra og reynslu. Stúlkur fá oft greiningu seint og það hefur neikvæð áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði og fjallar myndin um sýn og upplifun kvennanna.

Dagskrá Vorráðstefnu 2019

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 9. og 10. maí undir yfirskriftinni Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik.

Ráðstefna um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum

Frestur til að senda inn ágrip fyrir ráðstefnu um um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum í Helsinki í Finnlandi hefur verið framlengdur til 31. mars nk. en ráðstefnan verður haldinn þann 29. – 30. ágúst nk.

Action Duchenne samtökin senda út fyrirlestra á netinu

Bresku Action Duchenne samtökin, sem vinna ötullega að því að styrkja og stuðla að rannsóknum um Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn, munu á næstu vikum senda út vikulega fyrirlestra á netinu til fagfólks og annarra áhugasamra um sjúkdóminn.

Ráðstefna um stöðu og þarfir fatlaðra barna með innflytjendabakgrunn

Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík 2. maí nk. kl. 13.00 – 16.30 um stöðu og þarfir fatlaðra barna með innflytjendabakgrunn og þjónustu við þau.