Fréttir

Fyrirlestur um fötlun og fjölbreytileika í háskólasamfélaginu

Rannsóknarstofa í fötlunarfræðum býður til fyrirlesturs þann 3. október kl. 12:00-13:00. Erindið fjallar um af hverju og með hvaða hætti er mikilvægt að líta á fötlun sem hluta af margbreytileika háskólasamfélagsins.

Íþróttaskóli Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR)

Nú er allt að fara í gang! Íþróttaskólinn hefst 6. október næst komandi. Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00-11:15 í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14.

Mátturinn í margbreytileikanum - glærur og upptökur

Nú er hægt að nálgast glærur og upptökur af erindum vorráðstefnunnar 2018. Á ráðstefnunni var fjallað um einhverfu og skyldar raskanir - þekkingu og leiðir í þjónustu við börn og ungmenni.

Er NPA eitthvað fyrir mig? - kynningarfundur

Opinn fræðslufundur um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) verður haldinn 18. september kl. 20, að Háaleitisbraut 11-13, fundarsal 4. hæð (í sama húsi og Sjónarhóll hefur aðsetur). Fundurinn er á vegum CP félagsins.

Næstu námskeið

Námskeið haustannar eru að hefjast og skráning er í fullum gangi á heimasíðunni okkar.

Höfðingleg gjöf frá Hringskonum

Nýverið fékk Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins veglega gjöf frá Barnaspítalasjóði Hringsins. Í niðurskurði síðustu ára hafa leikfanga- og tækjakaup verið langt frá því að fylgja þörfum og brýnt að endurnýja þjálfunartæki og útvega ný sérhæfð þroska- og rofaleikföng fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Ráðstefna: Hvernig getum við tryggt gæði og stuðlað að jafnrétti í barnavernd?

Dagana 5. - 7. september næst komandi verður haldin Norræn ráðstefna um velferð barna í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Fyrirlesarar koma frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Englandi.

Málþing: Hvert er förinni heitið?

Þann 27. ágúst næst komandi verður haldið málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Um er að ræða samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ og velferðarráðuneytisins.

Þjónusta við ungmenni sem útskrifast af starfsbrautum ekki viðunandi

Hjá Landssamtökunum Þroskahjálp var á dögunum haldinn fjölmennur fundur með foreldrum ungmenna sem hafa útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Það er ljóst að þjónusta við þennan hóp er alls ekki í viðunandi horfi, brýnt er að greina vandann og koma með tillögur að lausnum

PEERS® námskeið á haustönn 2018

PEERS® - Félagsfærniþjálfun er námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.