Fréttir

Ráðstefna: Sigurför fyrir sjálfsmyndina

Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00. Á ráðstefnunni segja keppendur, aðstandendur og þjálfarar frá þátttöku og undirbúningi í heimsleikum Special Olympics og kynning verður á Unified-keppnum þar sem systkini, vinir og foreldrar geta verið með í liðum.

Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma

Dagana 15. - 16. maí 2019 verður fimmta norræna ráðstefnan um sjaldgæfa sjúkdóma haldin í Osló. Þar verður fjölbreytt efni á dagskrá flutt af fagfólki, fólki með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendum þeirra.

Þjóðarspegillinn 2018

Hinn árlegi þjóðarspegill verður haldinn í Háskóla Íslands næst komandi föstudag þann 26. október frá kl. 09:00 - 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Staða fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili - opinn fundur

Haldinn verður opinn fundur um stöðu fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili miðvikudaginn 17. október kl. 17:00 - 19:00. Að fundinum standa Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja - félag langveikra barna og Einhverfusamtökin.

Sérfræðihópar fatlaðra barna og unglinga

Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst. Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra barna og unglinga. Til að fá að heyra hvað þeim finnst mikilvægt, fá ábendingar þeirra og tillögur um það sem má gera betur.

Yfirlýsing frá Samtökum um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS)

Vakin er athygli á yfirlýsingu samtakanna vegna fyrirlestrar Dr. Dean Adams sem haldinn verður næst komandi föstudag á vegum deildar menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og rannsóknarseturs í fötlunarfræðum á Félagsvísindasviði við Háskóla Íslands.

Reiðnámskeið fyrir fötluð börn og fullorðna

Reiðnámskeið fyrir fatlaða eru haldin á vegum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 14:45-15:45 og laugardaga kl. 10:30 - 11:30.

Málþing um dulin áhrif áfalla í bernsku á heilsu fullorðinna

Á geðheilbrigðisdeginum þann 10. október verður haldið málþing á vegum Geðverndar og Geðhjálpar um áhrif áfalla í bernsku á fullorðinsárin. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8.

Fötlun og innilokun: Hvernig tengjast sólarhringsstofnanir og fangelsi?

Fyrirlestur um þetta efni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 4. október næstkomandi klukkan 15.00. Þar mun Dr. Liat Ben-Moshe lektor í fötlunarfræði við University of Toledo í Bandaríkjunum fjalla um tengsl tveggja hreyfinga sem miða að því að aflétta innilokun fólks.

Fimmta ráðstefnan um atferlisgreiningu

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í fimmta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta sinn fer hún fram á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember 2018. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.