Fréttir

Fögnum margbreytileikanum!

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Vel heppnað Ungmennaþing ÖBÍ

Ungmennaþing ÖBÍ var haldið í fyrsta skipti nýlega sl. en fjöldi ungmenna sótti þingið og fór yfir ýmis verkefni og áskoranir. Aðstandendur jafn sem þátttakendur voru sammála um að vel hafi tekist til en stjórnvöldum verða færðar niðurstöður þingsins. ÖBÍ stefnir að því að þingið verði árlegur viðburður.

Ráðstefna um geðheilbrigði barna 28. mars 2019

Norræn ráðstefna um geðheilbrigði barna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 28. mars næstkomandi.

Opið fyrir skráningu á vorráðstefnu 2019!

Skráning er hafin á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar sem haldin verður 9. og 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica.

Ungmennaþing ÖBÍ - hvað finnst þér?

Ert þú á aldrinum 12-18 ára? Hverju viltu breyta í skólakerfinu, aðgengismálum, íþróttum, samfélaginu og því sem þér finnst skipta þig máli? Á Ungmennaþingi Öryrkjabandalags Íslands færðu tækifæri til að koma þinni skoðun á framfæri. Þingið verður haldið laugardaginn 9. mars 2109 á Grand Hótel Reykjavík frá klukkan 13:00-16:00.

Námskeiði um atferlisíhlutun haldið á Akureyri aflýst vegna ónógrar þátttöku

Dagana 4. og 5. febrúar verður haldið námskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið er frá 09:00 - 16:00 báða dagana, alls 16 kennslustundir.

Vorráðstefna 2019 - takið dagana frá!

Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 9. og 10. maí 2019. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Takið dagana frá, nánari upplýsingar koma mjög fljótlega.

Erum við að leita að þér?

Við viljum bæta fleiri sérfræðingum í hópinn! Auglýstar hafa verið þrjár lausar stöður á stofnuninni.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma - málþing 28. febrúar 2019

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma er 28. febrúar. Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins standa fyrir málþingi í tilefni dagsins á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00 - 16:00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.

PECS myndrænt boðskiptakerfi grunnnámskeið

Dagana 12. og 13. febrúar verður haldið námskeið í PECS (Picture Exchange Communication System) sem er myndrænt boðskiptakerfi og óhefðbundin tjáskiptaleið. PECS er þróað af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á að þjálfa frumkvæði í samskiptum.