24.06.2019
Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 9. og 10. maí sl. eru nú tiltækar á vef stöðvarinnar. Áður var búið að setja inn glærur fyrirlesara.
21.06.2019
Ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir árið 2018 er komin út. Þar koma fram helstu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og umfang hennar.
14.06.2019
Þriðjudaginn 10. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995. Markmið styrktarsjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa.
13.06.2019
Erum enn að bæta við námskeiðum á haustönn. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið; AEPS færnimiðað matskerfi og Skipulögð kennsla.
06.06.2019
Endurmenntun HÍ býður upp á vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust, sem ber heitið „Skóla-PEERS námskeið fyrir leiðbeinendur og annað fagfólk". Um að ræða þriggja daga námskeið fyrir kennara og annað fagfólk í grunn- og framhaldsskólum. Þátttakendur öðlast réttindi til að halda námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með ýmsar greiningar, s.s. ADHD, einvherfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.
04.06.2019
Vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðinu Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS-2-ST.
31.05.2019
Út er komin fræðslubæklingur um persónuvernd barna á vegum Persónuverndar og er hann ætlaður bæði fyrir þau sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Þar kemur m.a. fram að ef vinna eigi með persónuupplýsingar um barn þarf að veita fræðslu um tiltekin atriði. Slíka fræðslu geti þurft að veita bæði foreldrum og eftir atvikum barninu sjálfu, hafi það aldur og þroska til að skilja hana.
31.05.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðin Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik og Tákn með tali, grunnnámskeið.
23.05.2019
Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins á Laugarvatni. Búðirnar verða fyrir börn fædd á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.
22.05.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 19. og 20. september næstkomandi.