26.06.2020
Á liðnu ári var undirritað samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins.
24.06.2020
Námskeiðið Klókir krakkar verður haldið á haustönn 2020 frá 2. september til 9. desember (eftirfylgd) en námskeiðinu er ætlað 11-13 ára börnum (fæddum 2007-2009) sem eru með greiningu á einhverfurófinu og foreldrum þeirra.
09.06.2020
Mánudaginn 8. júní voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson í síðasta sinn. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995, þegar hann hefði orðið 5 ára gamall. Markmið sjóðsins þennan aldarfjórðung hefur verið að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa og hefur starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar haft forgang að styrkjunum.
04.06.2020
Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna hefur verið undirrituð. Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Er um að ræða aðgerð sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19, sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu.
29.05.2020
Töluverðar breytingar eru á döfinni í málefnum barna og fjölskyldna hérlendis en félags- og barnamálaráðherra hefur sett þrjú frumvörp sem varða málefni barna í samráðsgátt stjórnvalda. Þau hafa jafnframt farið í gegnum mikið samráð á fyrri stigum og fengið umfjöllun fjölmargra annarra aðila á vettvangi ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka.
25.05.2020
Námskeiðsdagskrá haustannar er að taka á sig góða mynd. Opnað hefur verið fyrir skráningu á eftirtalin námskeið:
22.05.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöð tók þátt í samstarfi með sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem stjórnandi þáttanna Skrefinu lengra spjallaði við fjóra starfsmenn stöðvarinnar um starfsemina, áskoranir sem mæta bæði fjölskyldum skjólstæðinga og fagfólki, greiningarferlið, fræðslustarfið og fleira.
19.05.2020
Nýr samstarfssamningur um mótun landshlutateymis á Suðurlandi hefur verið undirritaður. Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni í samræmi við Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017 – 2021 sem miðar að því að styrkja grunnþjónustu í héraði. Aðilar að samningnum eru Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fjölskyldusvið Árborgar, Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings.
15.05.2020
Enn gengur allt vel við að hefta útbreiðslu COVID 19 faraldursins hér á landi en mikilvægt er þó að fara áfram varlega. Til að draga úr smithættu eru eftirfarandi tilmæli sett fram:
• Að foreldrar og barn/ungmenni mæti á boðuðum tíma
05.05.2020
Nýr vefur umboðsmanns barna er kominn í loftið. Nýjum vef er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum.