Fréttir

Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum en að vinnunni komu auk fulltrúa stofnunarinnar: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalag Íslands.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, 12. og 19. september 2020. Vel verður gætt að sóttvörnum og boðið uppá þátttöku um fjarfundarbúnað kjósi menn slíkt - hvar sem er á landinu.

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður 10. - 11. september

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 10.-11. september næstkomandi.

Ný fræðigrein um aðgerðir í ung- og smábarnavernd í því skyni að finna einhverfu snemma

Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og einn fremsti einhverfusérfræðingur landsins, ásamt meðhöfundum birtir grein í septemberútgáfu tímaritsins Research in Autism Spectrum Disorders sem byggir á samstarfsverkefni Greiningarstöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er jafnframt hluti af doktorsnámi hennar við Háskóla Íslands. Greinin heitir: Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention.

Laust starf sérfræðings hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð

Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna. Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 60-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Leiðbeiningar varðandi Covid-19 fyrir börn og ungmenni með einhverfu og þroskafrávik.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið saman nokkrar leiðbeiningar fyrir aðstandendur barna og ungmenna með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa að fara í próf vegna Covid-19. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að einstaklingur þurfi að fara í Covid-19 próf er mikilvægt að velta fyrir sér hvernig prófið fari fram og fá skýra mynd af ferlinu. Ef til vill eru ekki sömu aðferðirnar við framkvæmdina alls staðar.

Mikilvæg skilaboð til foreldra

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi. Stöðin vill koma á framfæri mikilvægum skilaboðum til foreldra vegna fyrirhugaðra þverfaglegra athugana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, á tímum Covid-19. Vegna hættu á smiti setur stöðin fram eftirfarandi tilmæli:

Lokað vegna sumarleyfa

Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst kl. 10:00.

Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I - skráning hafin.

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðunum Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I.

Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á liðnu ári var undirritað samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins.