Yfirlýsing frá Samtökum um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS)

Vakin er athygli á yfirlýsingu samtakanna vegna fyrirlestrar Dr. Dean Adams sem haldinn verður næst komandi föstudag á vegum deildar menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og rannsóknarseturs í fötlunarfræðum á Félagsvísindasviði við Háskóla Íslands.

Reiðnámskeið fyrir fötluð börn og fullorðna

Reiðnámskeið fyrir fatlaða eru haldin á vegum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 14:45-15:45 og laugardaga kl. 10:30 - 11:30.

Málþing um dulin áhrif áfalla í bernsku á heilsu fullorðinna

Á geðheilbrigðisdeginum þann 10. október verður haldið málþing á vegum Geðverndar og Geðhjálpar um áhrif áfalla í bernsku á fullorðinsárin. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8.

Fötlun og innilokun: Hvernig tengjast sólarhringsstofnanir og fangelsi?

Fyrirlestur um þetta efni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 4. október næstkomandi klukkan 15.00. Þar mun Dr. Liat Ben-Moshe lektor í fötlunarfræði við University of Toledo í Bandaríkjunum fjalla um tengsl tveggja hreyfinga sem miða að því að aflétta innilokun fólks.

Fimmta ráðstefnan um atferlisgreiningu

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í fimmta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta sinn fer hún fram á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember 2018. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.

Fyrirlestur um fötlun og fjölbreytileika í háskólasamfélaginu

Rannsóknarstofa í fötlunarfræðum býður til fyrirlesturs þann 3. október kl. 12:00-13:00. Erindið fjallar um af hverju og með hvaða hætti er mikilvægt að líta á fötlun sem hluta af margbreytileika háskólasamfélagsins.

Íþróttaskóli Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR)

Nú er allt að fara í gang! Íþróttaskólinn hefst 6. október næst komandi. Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00-11:15 í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14.

Mátturinn í margbreytileikanum - glærur og upptökur

Nú er hægt að nálgast glærur og upptökur af erindum vorráðstefnunnar 2018. Á ráðstefnunni var fjallað um einhverfu og skyldar raskanir - þekkingu og leiðir í þjónustu við börn og ungmenni.

PECS myndrænt boðskiptakerfi - grunnnámskeið í október 2018

Dagana 9. og 10. október næst komandi verður haldið námskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá kl. 09:00 - 12:00 báða dagana. Á námskeiðinu verður fjallað um fræðilegan grunn og þær aðferðir sem eru notaðar til að þjálfa stigin sex í PECS.

Er NPA eitthvað fyrir mig? - kynningarfundur

Opinn fræðslufundur um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) verður haldinn 18. september kl. 20, að Háaleitisbraut 11-13, fundarsal 4. hæð (í sama húsi og Sjónarhóll hefur aðsetur). Fundurinn er á vegum CP félagsins.