11.12.2018
Nú á föstudaginn þann 14. desember ver Kristín Guðmundsdóttir doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu.
04.12.2018
Innflytjendaráð hefur í samvinnu við Fjölmenningarsetur og velferðarráðuneytið gefið út upplýsingabæklinginn „Fyrstu skrefin“ í nýrri og uppfærðri útgáfu. Í bæklingnum er fjallað um helstu atriði sem fólk þarf að vita við flutning til Íslands. Hann var síðast uppfærður árið 2011.
03.12.2018
Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember ár hvert en hann var fyrst haldin 1992 fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna í kjölfar alþjóðaárs fatlaðra 1981 og áratugs fatlaðs fólks 1981-1991.
28.11.2018
Í febrúar verður boðið upp á námskeiðið „Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 4. og 5. febrúar 2019 frá 09:00 - 16:00 báða dagana.
28.11.2018
Opnað hefur verið fyrir skráningu á tvö grunnnámskeið um röskun á einhverfurófi á vorönn 2019.
22.11.2018
Í mars verður boðið upp á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 14. og 15. mars 2019 frá 09:00 - 15:00 báða dagana.
22.11.2018
Tákn með tali, grunnnámskeið verður haldið 11. febrúar 2019 og opnað hefur verið fyrir skráningar.
21.11.2018
Skráning er hafin á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi sem haldið verður 14. og 15. febrúar 2019.
14.11.2018
Þann 27. nóvember næst komandi verður haldin 10 ára afmælisráðstefna MST meðferðarinnar. Ráðstefnan verður á Grand Hótel Reykjavík (Háteigur).
13.11.2018
Vakin er athygli á málþingi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um heilbrigðismál sem haldið verður 20. nóvember næst komandi á Grand hóteli Reykjavík kl. 14:00-17:00.