30.05.2018
Þann 17. ágúst næstkomandi mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir námskeiðinu Creating Core Vocabulary Environment for Students with Complex Motor and Communication Needs með bandaríska talmeinafræðingnum Gail M. Van Tatenhove MS, CCC-SLP. Námskeiðið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl 9-16.
30.05.2018
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu býður til fræðslufundar fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína á þessu sviði.
30.05.2018
Miðvikudaginn 30. maí næstkomandi verður haldið málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma í Þjóðminjasafninu.
15.05.2018
Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem unnin er í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being. Skýrslan inniheldur stöðugreiningu og framtíðarsýn innan málaflokksins og ábendingar um brýnustu forgangsmál.
15.05.2018
Þann 30. maí næst komandi verður haldið málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma. Málþingið verður í Þjóðminjasafni Íslands frá kl. 08:30 - 15:30. Takið daginn frá!
03.05.2018
Vorráðstefnan í ár var sú 33. í röðinni og fullt út úr dyrum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði ráðstefnugesti og lagði meðal annars áherslu á það að fjölbreytni og frelsi væru undirstaða öflugs samfélags.
08.05.2018
Þann 8. maí næst komandi verður haldin ráðstefna á vegum velferðarráðuneytisins um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi (SIMBI). Ráðstefnan verður á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 09:00 - 16:00.
23.04.2018
Vorráðstefnan 2018 verður vel sótt því um fimm hundruð manns hafa boðað komu sína. Skráningu lauk í gær og við hlökkum til að sjá ykkur!
20.06.2018
Miðvikudaginn 20. júní verður haldin ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna, The Supports Intensity Scale - Children‘s Version (SIS-C) á Grand Hótel Reykjavík.
06.04.2018
Roro sem framleiðir Lulladoll dúkkurnar færði Greiningar- og ráðgjafarstöð tvær að gjöf. Tilefnið er april mánuður sem tileinkaður er einhverfu.