25.10.2017
Í dag þann 25. október er alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus (í. hryggrauf og vatnshöfuð). Dagurinn er nýttur til að vekja athygli á málefnum þessa hóps.
21.10.2017
Paralympic dagurinn er kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Að þessu sinni er hann laugardaginn 21. október og líkt og síðustu ár fer hann fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
18.10.2017
Vakin er athygli á fyrirlestri Gerard Quinn, prófessors við lagadeild National University of Ireland, Galway í hátíðarsal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 31. október kl. 12.00-13.30
13.10.2017
Fræðadagar heilsugæslunnar verða dagana 2. - 3. nóvember næst komandi. Yfirskriftin að þessu sinni er: Framsækin heilsugæsla - gæðaþróun í brennidepli. Þetta sjónarhorn verður notað til að skoða viðfangsefni heilsugæslu frá ýmsum hliðum.
13.10.2017
Við vekjum athygli á því að spurningakönnunin um þjónustu við fullorðið fólk á einhverfuróf er opin út október mánuð. Enn er því tækifæri til að svara og þín þátttaka skiptir máli!
12.10.2017
Í október gefst tækifæri til að auka vitund samfélagsins um Downs heilkenni. Í þessum mánuði hvetja samtök víða um heim til þess að fólki með Downs heilkenni sé fagnað, börnum jafnt sem fullorðnum.
10.10.2017
Skráning er hafin á Skólaþing sveitarfélaga en það verður haldið 6. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Á ég að gera það?“
27.10.2017
Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar standa fyrir málstofu um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 27. október, kl. 8.30-12.00.
06.10.2017
Menntakvikan verður haldin þann 6. október en hún er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Meðal erinda er kynning á rannsókn Guðrúnar V. Stefánsdóttur, prófessors í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á orðræðu í frétta- og vefmiðlum í kjölfar birtingar skýrslu um Kópavogshælið.
28.09.2017
Ertu búin að skoða námskeiðsdagskrá haustannar? Við bendum á að í október og nóvember eru eftirfarandi námskeið í boði: