05.04.2018
Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir tónleikum föstudaginn 6. apríl í Gamla bíói í Reykjavík.
28.03.2018
Alþjóðlegur dagur einhverfu er að þessu sinni tileinkaður stúlkum og konum á einhverfurófi. Af því tilefni beina Sameinuðu þjóðirnar sérstakri athygli að þeirri mismunun og áskorunum sem einhverfar konur mæta í lífinu. Bent er á mikilvægi valdeflingar til að auka þátttöku þeirra á öllum sviðum samfélagsins ekki síst þegar kemur að stefnumörkun og ákvarðanatöku.
23.03.2018
Einhverfusamtökin stóðu fyrir málþingi um tómstundir fyrir skömmu og dagskráin var fjölbreytt. Málþing sem tengjast málefnum barna og fullorðinna á einhverfurófi er árviss viðburður og haldið í tengslum við alþjóðlegan dag einhverfu sem er 2. apríl.
21.03.2018
Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að dagurinn skyldi hafa þetta hlutverk og dagsetningin er ekki tilviljun því Downs-heilkenni orsakast af þrístæðu á litningi 21.
15.03.2018
Iðjuþjálfi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Um er ræða afleysingastöðu á fagsviði langtímaeftirfylgdar, til að minnsta kosti sex mánaða, með möguleika á fastráðningu seinna.
02.03.2018
Ráðgjafi í atferlisíhlutun óskast til starfa á fagsviði langtímaeftirfylgdar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Starfssvið: Ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarleg þroskafrávik og íþyngjandi hegðun. Vinna í þverfaglegu teymi. Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi.
01.03.2018
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma var í gær þann 28. febrúar. Degi sjaldgæfra sjúkdóma er fagnað ár hvert á síðasta degi febrúarmánaðar.
27.02.2018
Félag talmeinafræðinga á Íslandi, FTÍ, stendur fyrir málþingi um tjáskiptatækni undir yfirskriftinni Tjáskipti skipta máli á Grand Hótel þann 8. mars 2018 frá 13-16. Málþingið er haldið af tilefni af Evrópudegi talþjálfunar en þemað í ár er Tjáskiptatækni.
01.03.2018
Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir málþingi þann 1. mars kl. 12:00-16:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á þjónustu sem í boði er fyrir nemendur með fatlanir og raskanir. Hver er staðan í dag, hvaða úrræði eru í boði og hvað má betur fara?
20.02.2018
Sálfræðingar óskast til starfa! Um er að ræða tvær afleysingastöður til eins árs, annars vegar á fagsviði eldri barna (6-18 ára) og hins vegar fagsviði yngri barna (0-6 ára).