08.11.2018
„Tölum saman“ - fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í fmmta sinn laugardaginn 17. nóvember næst komandi. Þingið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur frá kl. 09:00-16:00.
08.11.2018
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik.
07.11.2018
Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings föstudaginn 9. nóvember. Málþingið „Aðgengi að réttlæti“ verður á Grand Hóteli og stendur frá 09:00-15:00. Það er ætlað öllu áhugafólki um málefnið.
30.10.2018
Dagana 7. og 8. nóvember næst komandi mun Velferðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, halda ráðstefnu og málstofu dagana á Hótel Hilton undir yfirskriftinni „Tímamót í velferðarþjónustu“.
30.10.2018
Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00. Á ráðstefnunni segja keppendur, aðstandendur og þjálfarar frá þátttöku og undirbúningi í heimsleikum Special Olympics og kynning verður á Unified-keppnum þar sem systkini, vinir og foreldrar geta verið með í liðum.
15.05.2019
-
16.05.2019
Dagana 15. - 16. maí 2019 verður fimmta norræna ráðstefnan um sjaldgæfa sjúkdóma haldin í Osló. Þar verður fjölbreytt efni á dagskrá flutt af fagfólki, fólki með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendum þeirra.
23.10.2018
Hinn árlegi þjóðarspegill verður haldinn í Háskóla Íslands næst komandi föstudag þann 26. október frá kl. 09:00 - 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
19.10.2018
Miðvikudaginn 31. október næst komandi verður haldið framhaldsnámskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá 09:00-12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.
09.10.2018
Haldinn verður opinn fundur um stöðu fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili miðvikudaginn 17. október kl. 17:00 - 19:00. Að fundinum standa Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja - félag langveikra barna og Einhverfusamtökin.
09.10.2018
Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst. Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra barna og unglinga. Til að fá að heyra hvað þeim finnst mikilvægt, fá ábendingar þeirra og tillögur um það sem má gera betur.