13.11.2018
Ráðgjafi óskast til starfa á yngri barna sviði. Um er að ræða afleysingastöðu til eins árs.
Starfssvið
• Ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna á leikskólaaldri með alvarleg þroskafrávik.
• Vinna í þverfaglegu teymi.
• Þátttaka í fræðslustarfi.
08.11.2018
„Tölum saman“ - fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í fmmta sinn laugardaginn 17. nóvember næst komandi. Þingið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur frá kl. 09:00-16:00.
08.11.2018
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik.
07.11.2018
Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings föstudaginn 9. nóvember. Málþingið „Aðgengi að réttlæti“ verður á Grand Hóteli og stendur frá 09:00-15:00. Það er ætlað öllu áhugafólki um málefnið.
30.10.2018
Dagana 7. og 8. nóvember næst komandi mun Velferðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, halda ráðstefnu og málstofu dagana á Hótel Hilton undir yfirskriftinni „Tímamót í velferðarþjónustu“.
30.10.2018
Ráðstefnan „Sigurför fyrir sjálfsmyndina“ verður haldin laugardaginn 10. nóvember 2018 á Radisson Blu Hótel Sögu frá kl. 10:15-13:00. Á ráðstefnunni segja keppendur, aðstandendur og þjálfarar frá þátttöku og undirbúningi í heimsleikum Special Olympics og kynning verður á Unified-keppnum þar sem systkini, vinir og foreldrar geta verið með í liðum.
15.05.2019
-
16.05.2019
Dagana 15. - 16. maí 2019 verður fimmta norræna ráðstefnan um sjaldgæfa sjúkdóma haldin í Osló. Þar verður fjölbreytt efni á dagskrá flutt af fagfólki, fólki með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandendum þeirra.
23.10.2018
Hinn árlegi þjóðarspegill verður haldinn í Háskóla Íslands næst komandi föstudag þann 26. október frá kl. 09:00 - 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
19.10.2018
Miðvikudaginn 31. október næst komandi verður haldið framhaldsnámskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá 09:00-12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.
09.10.2018
Haldinn verður opinn fundur um stöðu fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili miðvikudaginn 17. október kl. 17:00 - 19:00. Að fundinum standa Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja - félag langveikra barna og Einhverfusamtökin.