Námskeið á haustönn - Bayley smábarnapróf

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðinu Bayley smábarnapróf en það verður haldið 4. september n.k.

Sumarlokun Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er lokuð vegna sumarleyfa frá 9. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 10:00.

Mat á stuðningsþörf barna (SIS-C), glærur

Nú eru glærurnar frá ráðstefnunni Mat á stuðningsþörf barna, The Supports Intensity Scale - Children‘s Version (SIS-C) komnar á heimasíðuna.

Námskeið á haustönn

Fleiri námskeið hafa nú bæst á dagskrá haustannar og nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðin Tákn með tali, grunnnámskeið og Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik.

Ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 2017

Ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir árið 2017 er komin út. Þar koma fram helstu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og umfang hennar.

Málþing um Smith-Magenis heilkenni

Föstudaginn 14. september næstkomandi verður haldið málþing um Smith-Magenis heilkennið. Félag áhugafólks um Smith-Magenis heilkenni og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins standa sameiginlega að málþinginu. Allir velkomnir, þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig.

Styrkir veittir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Í dag voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995.

Laus störf á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Greiningar- og ráðgjafarstöðin auglýsir eftir ráðgjafa og ritara til starfa á fagsviði eldri barna.

Alþjóðleg ráðstefna um skammtímaþjónustu við fatlað fólk (ISBA)

Dagana 9. - 11. október 2018 verður haldin alþjóðleg ráðstefna hér á landi um skammtímaþjónustu við fatlað fólk „The 11th International Short Break Conference (ISBA).“

Arnarskóli - opinn kynningarfundur

Þann 13. júní næstkomandi kl. 20:00-22:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir aðstandendur barna með einhverfu og/eða þroskafrávik sem vilja kynna sér starfsemi Arnarskóla. Fundurinn verður haldinn að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.