03.01.2018
Frestur til að senda inn kynningar á rannsóknar- eða þróunarverkefnum fyrir vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 26. og 27. apríl 2018 rennur út 2. mars næst komandi.
02.01.2018
Við óskum öllum skjólstæðingum okkar og samstarfsaðilum gleðilegs árs og förum hress inn í árið 2018 með úrvali af námskeiðum og vorráðstefnu með hækkandi sól.
21.12.2017
Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðið Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir fyrir börn og ungmenni með þroskafrávik.
21.12.2017
Jólakveðja frá starfsfólki Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
19.12.2017
Ráðstefna BUGL verður haldin föstudaginn 12. janúar næst komandi á Grand Hótel Reykjavík. Hún ber heitið „Lengi býr að fyrstu gerð“ og fjallar um áföll og áhrif þeirra á líðan og heilsu.
18.12.2017
Í febrúar verður boðið upp á námskeiðið „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.
06.12.2017
Vakin er athygli á doktorsvörn Ciara S. Brennan sem fram fer miðvikudaginn 13. desember kl. 14:00. Ritgerð Brennan ber heitið Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum: Sjónarhorn mannréttinda (The Nordic Experience of Independent Living and Personal Assistance: A Human Rights Approach).
05.12.2017
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2017 voru afhent í gær en þau eru veitt árlega í tengslum við alþjóðlegan dag fatlaðra þann 3. desember.
04.12.2017
Námskeiðið „Klókir litlir krakkar“ sem ætlað er foreldrum barna á einhverfurófi á aldrinum 4 - 8 ára (fædd 2010-2014) verður á dagskrá vorannar 2018 og hefst fimmtudaginn 22. febrúar n.k.
30.11.2017
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á flestum námskeiðunum okkar sem verða á vorönn 2018.