Fréttir

Ný grein um mat á stuðningsþörf fatlaðs fólks

Í desemberhefti tímaritsins Research in Developmental Disabilities (volume 35, Issue 12, Desember 2014) er ný grein um mat á stuðningsþörf fatlaðs fólks "The validity of the Supports Intensity Scale for adults with psychiatric disabilities". Greinin er eftir Dr. Guðmund Arnkelsson dósent við Háskóla Íslands og Dr. Tryggva Sigurðsson sérfræðing hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Ný grein um einhverfu og atferlisíhlutun

Þann 30. desember 2014 birtist í vefútgáfu tímaritsins Review Journal of Autism and Developmental Disorders ný grein um einhverfu og atferlisíhlutun "Autism and ABA: The Gulf Between North America and Europe". Einn af höfundum greinarinnar er Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Námskeið á vorönn

Gleðilegt nýtt ár! Nú er hægt að skrá sig á fyrsta námskeið ársins.

Jólakveðja 2014

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir

Auglýst eftir kynningum á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 7. og 8. maí 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er

Viðurkenning fyrir "Litróf einhverfunnar"

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á alþjóðadegi fatlaðra í gær.

Alþjóðadagur fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra var fyrst haldinn fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna árið 1992

Veiting akademískra nafnbóta frá Háskóla Íslands

Þann 26. nóvember s.l. veitti rektor Háskóla Íslands starfsmönnum Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem hlotið hafa hæfnisdóm, akademískar nafnbætur á grundvelli samstarfssamninga ofangreindra stofnana.

Þroskaþjálfanemar frá háskólanum í Lillehammer

Tveir þroskaþjálfanemar frá háskólanum í Lillehammer í Noregi eru nú í verknámi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

XXX. Vorráðstefna 7. og 8. maí 2015

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 7. og 8. maí 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fötluð börn verða fullorðin“.