12.01.2016
Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir var skipaður forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 1. janúar 1986 og hefur gegnt því starfi óslitið síðustu 30 ár. Um síðastliðin áramót urðu tímamót þegar hann lét af störfum sem forstöðumaður.
10.01.2016
Þrettán sóttu um embætti forstöðumanns Greiningarstöðvar en listi umsækjanda hefur verið birtur á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.
06.01.2016
Námskeiðið er samstarfsverkefni Tabú og Kvennahreyfingar ÖBÍ. Fjallað verður um áhrif margþættrar mismununar, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra og langveikra kvenna.
06.01.2016
Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 16. jan. 2016 í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.
22.12.2015
Starfsfólk Greiningarstöðvar hefur öllu jafna næg verkefni í vinnu sinni á stofnuninni. Starfsmenn stofnunarinnar eru einnig ötulir við að sinna öðrum verkefnum, s.s. rannsóknum, gerð fræðsluefnis og ritun fræðilegra vísindagreina svo eitthvað sé nefnt.
10.12.2015
Mánudaginn 7. desember sl. komu góðir gestir færandi hendi. Fjölskylda Hugins Kolka Gíslasonar afhenti Greiningarstöðinni til eignar, Tobii augnstýribúnað, tjáskiptaforritið communicator og fartölvu.
02.12.2015
Alþjóðadagur fatlaðra var fyrst haldinn fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna árið 1992 í kjölfar alþjóðaárs fatlaðra 1981 og áratugs fatlaðs fólks 1981-1991.
04.11.2015
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur gefið út skýrslu Endurmat á stuðningsþörf. Aðdragandi - Framkvæmd - Niðurstöður. Í skýrslunni er fjallað um endurmat sem fram fór árið 2014 á stuðningsþörf fatlaðra sem fengu slíkt mat árið 2010.
27.10.2015
Laugardaginn 31. október er Paralympic dagurinn haldinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 14:00-16:00.