09.09.2016
-
10.09.2016
Ráðstefnan Frá hömlun til hæfni verður haldin á Grand hótel 9. og 10. september 2016 á vegum norrænu sérkennarasamtakanna NFSP. Markmið ráðstefnunnar er að skoða eflandi leiðir í starfi og skipulagi nemenda með sérþarfir í námi.
17.08.2016
Fjölmennt heldur námskeiðið „ Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn“? Námskeiðið er fyrir fullorðið fólk, 20 ára og eldra sem hefur fengið greiningu á einhverfurófi á unglings- eða fullorðinsárum.
16.08.2016
Grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) verður haldið dagana 8. og 9. september 2016, kl. 09:00 - 12:00 báða dagana.
02.08.2016
Í júní síðast liðnum var hópur meistaranema í atferlisgreiningu ásamt tveim kennurum frá Regis College í Boston í heimsókn hér á landi. Tilgangur heimsóknarinnar var að vinna með stuðningsaðilum leikskólabarna sem fá snemmtæka heildstæða atferlisíhlutun.
23.06.2016
Vekjum athygli á að skráningu á ráðstefnuna um SIS matskerfin lýkur á miðnætti í kvöld þann 23. júní. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli Reykjavík, Hvammi.
16.06.2016
Vakin er athygli á Norrænu ráðstefnunni um sjaldgæfa sjúkdóma sem haldin verður í Kaupmannahöfn dagana 19. - 20. september 2016. Ráðstefnugjald fyrir fagfólk er DKK 3695 og fyrir aðra DKK 2995.
30.09.2016
-
03.10.2016
Ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“ er haldin á vegum vegum kvenna- og barnasviðs hefur verið árviss viðburður á Landspítala Háskólasjúkrahúsi frá 2010. Ráðstefnan verður þann 30. september næst komandi og er ætluð starfsfólki sviðsins sem og öðru fagfólki.
08.06.2016
Í dag þann 8. júní voru veittir styrkir úr styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar, Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Sjóðurinn aflar fjár með sölu samúðarkorta.
Markmið styrktarsjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa. Veitt er árlega úr sjóðnum á fæðingardegi Þorsteins Helga, þann 8. júní. Hefur starfsfólk Greiningarstöðvar að jafnaði forgang að styrkjum úr sjóðnum.
30.06.2016
Þann 30. júní verður ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna og fullorðinna „Supports Intensity Scale®“ (SIS-C og SIS-A) á Grand Hótel Reykjavík.
24.05.2016
Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin var 12. og 13. maí síðastliðinn var vel sótt. Ráðstefnan var sú 31. í röðinni og að þessu sinni var umfjöllunarefnið „Litróf fatlana – Sjaldan er ein báran stök“ en Greiningarstöðin fagnar einmitt 30 ára starfsafmæli í ár. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra setti ráðstefnuna.