22.02.2017
Hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar fer nú af stað nýtt verkefni um þjónustu við fötluð ungmenni á aldrinum 17 - 22 ára. Verkefnið stendur yfir í þrjú ár og er tilgangur þess að auðvelda ungmennum að flytja að heiman og búa fjarri foreldrum.
09.02.2017
Einhverfusamtökin hafa sett nýja heimasíðu í loftið og þar má finna fræðsluefni um einhverfu sem unnið var í tengslum við fræðsluátak samtakanna. Fræðsluefnið er hugsað fyrir einhverft fólk með áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldurinn, foreldra, aðra aðstandendur, fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu, kennara og starfsfólk skóla auk almennings.
08.02.2017
Vakin er athygli á nýjum vef þar sem finna má fræðsluefni um samskipti og kynheilbrigði. Í kynningu segir meðal annars að fræðsla og forvarnir séu mikilvægt tæki til að efla þátttöku fatlaðs fólks og leiðbeina því í hinu margbreytilega samfélagi sem við búum í.
01.02.2017
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík býður upp á íþróttaskóla á laugardögum frá kl. 11:00 - 11:50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4-10 ára.
31.01.2017
PEERS® - Félagsfærniþjálfun er nýtt námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra.
27.01.2017
Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðinu „Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS 2“.
07.02.2017
Námskeiðið er ætlað grunnskólakennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum sem tengjast málum nemenda á einhverfurófi. Það byggir á hugmyndafræði hagnýtrar atferlisgreiningar með áherslu á þekktar leiðir til árangurs.
28.02.2017
Degi sjaldgæfra sjúkdóma er fagnað ár hvert á síðasta degi febrúarmánaðar. Markmiðið er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á sjaldgæfum sjúkdómum og áhrifum þeirra á líf einstaklinga.
20.01.2017
Föstudaginn 27. janúar næst komandi verður haldið málþing um sérúrræði í grunnskólum og nemendur með sérþarfir. Málþingið verður í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju).
19.01.2017
Haldinn verður morgunverðarfundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 3. febrúar næst komandi. Þetta er þriðji og síðasti fundurinn í röðinni „Skóli fyrir alla.“