13.09.2017
Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 23. september í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum kl. 11:00-11:50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.
24.08.2017
Á vegum Stígamóta verður haldið námskeið þann 4. september um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fyrirlesarar eru Kerstin Kristensen og Denisse Cresso. Námskeiði verður í húsnæði Stígamóta að Laugavegi 170, 2. hæð.
22.08.2017
Við minnum á verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ enn er hægt að taka þátt og svara spurningakönnunum!
22.08.2017
Afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin þann 14. september næst komandi. Fjallað verður um snemmtæka íhlutun í hnotskurn, hámarksárangur og undirbúning fyrir mál og lestur í leik- og grunnskólum. Fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskránni.
19.09.2017
PEERS® - Félagsfærniþjálfun er námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.
03.08.2017
Nú styttist í ráðstefnuna Special Care 2017 en hún verður haldin í Hörpu dagana 17. og 18. ágúst n.k.. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.
30.06.2017
Áttunda júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar, Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Sjóðurinn aflar fjár með sölu samúðarkorta.
22.06.2017
Námskeiðsdagskrá haustannar 2017 er að taka á sig mynd og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á námskeiðin „Röskun á einhverfurófi I, grunnnámskeið“, „Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik“ og „Tákn með tali, grunnnámskeið“.
19.06.2017
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðið „AEPS, færnimiðað matskerfi“ sem haldið verður 3. og 4. október 2017.
16.06.2017
Námskeiðsdagskrá haustannar 2017 er að taka á sig mynd og höfum við opnað fyrir skráningu á nokkrum námskeiðum. Allar nánari upplýsingar má finna hér.