10.03.2017
Skráning er hafin á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 11. og 12. maí 2017 undir yfirskriftinni Fötluð börn og ungmenni. Heildræn þjónusta: árangur og áskoranir.
07.03.2017
Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir fimm kvölda fræðslu fyrir foreldra fatlaðra barna á aldrinum 0 - 10 ára. Farið verður yfir þá þjónustu og ráðgjöf sem í boði er og réttindi foreldra og barna þeirra.
03.03.2017
Út er komin skýrsla með niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar hér á landi. Úttektin nær til leik-, grunn- og framhaldsskólastiga og skoðað er hvernig til hefur tekist með innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar.
03.03.2017
Í dag, þann 3. mars er „World Birth Defects Day“. Um 3-6% barna um víða veröld fæðast með alvarlegan vanda eða ástand sem hefur alvarleg áhrif á líf, heilsu og þroska barnanna og fjölskyldna þeirra. Markmiðið með deginum er að auka vitund um meðfæddan vanda eins og hryggrauf eða hjartavanda. Tilgangurinn er einnig að skapa fleiri tækifæri til forvarna.
16.08.2017
-
18.08.2017
Ráðstefnan „Special Care 2017“ verður haldin í Hörpu dagana 17. - 18. ágúst 2017. Hún er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á munnheilsu fólks með sérþarfir og erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum.
23.02.2017
Sálfræðingur óskast til starfa á fagsviði yngri barna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Sviðið sinnir börnum á aldrinum 0-6 ára.
23.02.2017
Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í morgun með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmsar ráðstafanir og aðgerðir sem Landssamtökin Þroskahjálp telja að stjórnvöld þurfi að grípa til, eigi þau að standa við skuldbindingar sínar varðandi mannréttindi sem kveðið er á um í fjölþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undirgengist.
22.02.2017
Hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar fer nú af stað nýtt verkefni um þjónustu við fötluð ungmenni á aldrinum 17 - 22 ára. Verkefnið stendur yfir í þrjú ár og er tilgangur þess að auðvelda ungmennum að flytja að heiman og búa fjarri foreldrum.
09.02.2017
Einhverfusamtökin hafa sett nýja heimasíðu í loftið og þar má finna fræðsluefni um einhverfu sem unnið var í tengslum við fræðsluátak samtakanna. Fræðsluefnið er hugsað fyrir einhverft fólk með áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldurinn, foreldra, aðra aðstandendur, fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu, kennara og starfsfólk skóla auk almennings.
08.02.2017
Vakin er athygli á nýjum vef þar sem finna má fræðsluefni um samskipti og kynheilbrigði. Í kynningu segir meðal annars að fræðsla og forvarnir séu mikilvægt tæki til að efla þátttöku fatlaðs fólks og leiðbeina því í hinu margbreytilega samfélagi sem við búum í.