03.05.2017
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar er fimm ára og af því tilefni verður haldin hjálpartækjasýning dagana 5. og 6. maí næst komandi í Laugardalshöll. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna formlega kl. 14:00 á föstudeginum. Missið ekki af þessum einstaka viðburði og fögnum tímamótunum saman!
25.04.2017
Dagskrá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er komin í loftið. Ráðstefnan verður dagana 11. og 12. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Við minnum á að snemmskráningu lýkur í dag og frá og með morgundeginum hækkar þátttökugjaldið.
18.04.2017
Soffía Lárusdóttir forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríksins og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu á dögunum nýjan samning um aukið samstarf stofnananna.
07.04.2017
Alþjóðadagur heilsu er 7. apríl og í ár hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sett kastljósið á þunglyndi „Depression - lets talk“
05.04.2017
Tveir sérfræðingar sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð voru á meðal þeirra sem tóku á dögunum við akademískri nafnbót við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans.
02.04.2017
Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfu. Evrópusamtök um einhverfu vilja í ár vekja athygli á nauðsyn þess að gera samfélagið aðgengilegt fyrir fólk á einhverfurófi.
30.03.2017
Þann 26. apríl verður framhaldsnámskeið í PECS. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum boðskiptakerfisins.
23.03.2017
Þann 6. mars síðast liðinn var Evrópudagur talþjálfunar. Að þessu sinni var hann tileinkaður kyngingar- og fæðuinntökuerfiðleikum. Athöfnin að borða er ekki bara eitthvað sem við gerum til að komast af heldur er hún oft tengd við samveru fjölskyldu og vina og það að njóta lífsins lystisemda.
22.03.2017
Árlegt málþing Einhverfusamtakanna verður haldið þann 25. mars næst komandi kl. 13:00 - 15:00 í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík. Dagskráin er fjölbreytt og umfjöllunarefnið er mannréttindi og húsnæðismál.
21.03.2017
Í dag er alþjóðadegi Downs heilkennis fagnað um víða veröld. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að þessi dagur, sá 21. mars skyldi vera alþjóðadagur heilkennisins þar sem markmiðið er að auka vitund í samfélaginu og minnka aðgreiningu.