08.11.2016
Í dag þann 8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti. Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig má stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla.
03.11.2016
-
04.11.2016
Dagana 3. og 4. nóvember verða fræðadagar heilsugæslunnar haldnir á Grand Hóteli Reykjavík. Yfirskriftin er: Lífstíll - áskoranir heilsugæslu. Fræðadagarnir eru árlegur viðburður og kjörinn vettvangur fyrir fagfólk úr velferðarþjónustu til að auka við þekkingu sína og miðla reynslu.
01.11.2016
Þann 30. október fagnaði CP félagið á Íslandi 15 ára afmæli sínu. Þennan dag 2001 söfnuðust á annað hundrað manns saman á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut og stofnuðu félagið. Aðstandendur og fleiri sáu þörf fyrir félag sem sérhæfði sig í þekkingu og vinnu með einstaklingum með CP.
28.10.2016
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrsluna: Gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Skýrslan er unnin af lögfræði- og velferðarsviði sambandsins og er liður í stefnumörkun um að fækka gráum svæðum. Velferðarþjónustan er rædd út frá víðtækum skilningi og varðar félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, málefni aldraðra og fatlaðs fólks.
27.10.2016
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Víða um heim nýta iðjuþjálfar tækifærið til að kynna fag og störf á fjölbreyttum vettvangi.
25.10.2016
Í dag er alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus (í. hryggrauf og vatnshöfuð). Dagurinn er nýttur til að vekja athygli á málefnum þessa hóps.
22.10.2016
Íþróttafélag fatlaðra heldur kynningardag þann 22. október kl. 14:00 - 16:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér íþróttir eins og Boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar íþróttir og margt fleira.
11.11.2016
Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræði Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu þann 11. nóvember næstkomandi kl. 09:00 - 15:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Á ráðstefnunni verður rýnt í mikilvæga þætti sem varða fötlun, fjölskyldulíf og sjálfræði. Aðalfyrirlesari er dr. David McConnell prófessor við Alberta háskóla í Kanada en hann er leiðandi fræðimaður á sviði rannsókna um fjölskyldur og fötlun.
10.10.2016
Blár apríl býður foreldrum barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfurófi upp á námskeið.
10.10.2016
Fimmtudaginn 13. október heldur Dr. Lea Hyvärinen fyrirlestur í sal Blindarfélagsins, Hamrahlíð 17. Fyrirlesturinn nefnist: Infants Development of Vision and Delays of Development. Watch the delays! Teach the mothers!