Fréttir

Viðtal við formann Landssamtakanna Þroskahjálp

„Mannréttindi kosta peninga“ - segir Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálp í þættinum Samfélagið á RUV. Rætt er við Bryndísi um margt sem viðkemur réttindum fatlaðs fólks og hvað má betur fara í þeim efnum.

Námskeið vorannar 2017

Námskeiðsdagskrá vorannar 2017 er að taka á sig mynd og verður opnað fyrir skráningu á hinum ýmsu námskeiðum á næstu dögum.

Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember

Allt frá 1992 hafa Sameinuðu þjóðirnar fagnað alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember ár hvert. Þemað í ár tengist heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun en þau tóku gildi í byrjun árs 2016.

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað niðurstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið til að fá innsýn í aðstæður ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri, kanna reynslu þess af stuðningi sem það hefur fengið og fá ábendingar um hvað betur má fara.

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 2017

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin dagana 11. - 12. maí 2017 á Hilton Reykjavík Nordica. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er: Fötluð börn og ungmenni, heildræn þjónusta - árangur og áskoranir.

Orðagull er nýtt málörvunarapp fyrir spjaldtölvur

Nýtt smáforrit fyrir spjaldtölvur er komið út og var það kynnt á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Forritið nefnist Orðagull og er hannað fyrir elstu börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla.

Afmælisráðstefna Þroskahjálpar

Þann 2. desember halda Landssamtökin Þroskahjálp ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík. Tilefnið er 40 ára afmæli samtakannna og alþjóðadagur fatlaðs fólks sem er 3. desember. Ráðstefnan stendur frá kl. 12:30 - 16:00.

Nýjar leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd

Embætti landlæknis hefur gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd og birt á vefsetri embættisins. Leiðbeiningarnar tóku gildi 9. nóvember síðastliðinn, eru ætlaðar fagfólki sem starfar á þessu sviði á landsvísu og eru gefnar út í samstarfi við Þróunarsvið heilsugæslunnar.

Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til framtíðar

Þann 17. nóvember næst komandi verður haldið málþing um NPA en tilraunaverkefni um þetta form á þjónustu rennur út í lok þessa árs. Rýnt verður í reynsluna af verkefninu frá ólíkum sjónarhornum og horft til framtíðaruppbyggingar. Málþingið fer fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Í dag er baráttudagur gegn einelti

Í dag þann 8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti. Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig má stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla.