NÝTT! Námskeið í félagsfærni fyrir unglinga og foreldra

Námskeið í félagsfærni fyrir unglinga
Námskeið í félagsfærni fyrir unglinga

PEERS® - Félagsfærniþjálfun er nýtt námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.

Námskeiðið fer fram á Greiningar- og ráðgjafarstöð, Digranesvegi 5 í Kópavogi og hefst mánudaginn 27. febrúar. Tímarnir eru á mánudögum frá kl. 15:00 - 16:30 og þátttökugjald er kr. 30.000 fyrir hverja fjölskyldu. Kennsla sem og námskeiðsgögn eru innifalin.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið eða eru í þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar. Sækja þarf um þátttöku og umsókn skal send á gudrunth@greining.is eða mariaj@greining.is. Nánari upplýsingar á www.greining.is og í meðfylgjandi auglýsingu.