Fréttir

Ný grein um snemmtæka íhlutun fyrir ung börn með einhverfrófsröskun í Evrópu

Nýlega birtist í vefútgáfu tímaritsins „autism“ greinin „Use of early intervention for young children with autism spectrum disorder across Europe“. Einn af meðhöfundum greinarinnar er Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

STYRKTARSJÓÐUR TIL MINNINGAR UM ÞORSTEIN HELGA ÁSGEIRSSON STYRKIR STARFSMENN

Í dag 8. júní voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrktarsjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995, en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Í dag eru 25 ár frá fæðingardegi hans en hann lést 20. janúar 1995.

Fræðslusamstarf milli Rúmeníu og Íslands vegna einhverfu

Samstarfsverkefnið heitir „Aðlagað samfélag – Þátttaka allra barna“ og felst í að þróa aðferðir til að styðja skóla við að taka á móti börnum með einhverfu í Rúmeníu. Verkefnið er styrkt af EFTA og rúmenskum yfirvöldum og nemur rúmlega 22 milljónum íslenskra króna og varir í heilt ár.

Vorráðstefnu 2015 lokið

30. vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin dagana 7. og 8. maí s.l. Ráðstefnan hefur verið árviss atburður frá því að stofnunin tók til starfa árið 1986.

Skráningu á vorráðstefnu 7. og 8. maí er lokið

Skráningu á vorráðstefnu 7. og 8. maí er lokið

Viðurkenning frá Einhverfusamtökunum

Þann 24. apríl veittu Einhverfusamtökin viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra. Viðurkenningarnar voru afhentar í Smáralind um leið og Brynjar Karl Birgisson afhjúpaði eftlíkingu af Titanic skipinu sem hann byggði úr u.þ.b.56.000 Lego-kubbum. Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins voru á meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu fyrir bókina "Litróf einhverfunnar".

Vorráðstefna 7. og 8. maí

Nú eru vel á annað hundrað þátttakendur skráðir á vorráðstefnuna okkar "Fötluð börn verða fullorðin - Hvað bíður þeirra?

VORRÁÐSTEFNA: FÖTLUÐ BÖRN VERÐA FULLORÐIN: HVAÐ BÍÐUR ÞEIRRA?

Okkur er það mikil ánægja að kynna dagskrá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin verður 7. og 8. maí 2015 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Fötluð börn verða fullorðin: Hvað bíður þeirra?"

BLÁI DAGURINN 10. APRÍL

Styrktarfélag barna með einhverfu í samstarfi við Einhverfusamtökin og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins standa nú í annað sinn fyrir stuðningsátakinu BLÁR APRÍL en meginmarkmið þess er vitundarvakning um málefni einhverfra og söfnun fjár til styrktar börnum með einhverfu.

Boðað verkfall sérfræðinga í BHM

Við viljum benda á að vegna boðaðs verkfalls sérfræðinga í BHM er líklegt að viðtöl og fundir falli niður frá kl. 12:00 fimmtudaginn 9. apríl n.k. Biðjum við ykkur því að fylgjast með fréttum varðandi þetta verkfall. Þeir tímar sem falla niður vegna þessa verða skipulagðir síðar og aðstandendur látnir vita.