Fréttir

Ný grein um eftirfylgd með minnstu fyrirburunum

Þann 14. mars 2015 birtist í vefútgáfu tímaritsins Experimental Brain Research, ný grein um eftirfylgd með minnstu fyrirburunum "Decreased postural control in adolescents born with extremely low birth weight". Einn af höfundum greinarinnar er Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Frestun á námskeiðinu

Námskeiðið "Skimun og frumgreining einhverfuraskana með áherslu á CARS2" sem átti að vera 26. mars n.k. frestast vegna óviðráðanlegra orsaka. Ný dagsetning er 21. maí.

Vorráðstefna: Frestur til að skila inn kynningum er til 9. mars!

Frestur til að skila inn kynningum á íslenskum rannsóknarverkefnum, þróunarverkefnum og nýjungum í starfi á sviði fatlana er til 9. mars.

Ný grein um ADI greiningarviðtal fyrir einhverfu

Þann 15. febrúar s.l. birtist í vefútgáfu tímaritsins Journal of Autism and Developmental Disorders, ný grein um Matstækið ADI (Autism Diagnostic Interview)

Námskeiði á Egilsstöðum frestað vegna veðurs og ófærðar

Námskeiðinu "Skipulögð kennsla" sem átti að vera 26. og 27. febrúar á Egilsstöðum hefur verið frestað vegna veðurs og ófærðar. Sendum út nýja dagsetningu við fyrsta tækifæri.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

Um leið og við minnum á opið málþing 27. febrúar í tilefni af degi sjaldgæfra sjúkdóma vekjum við athygli á að laugardaginn 28. febrúar verður hlaupið á Seltjarnarnesi til styrktar félaginu Einstök börn.

Opið málþing 27. febrúar - Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma verður haldinn 28. febrúar. Í ár ber þann dag upp á laugardag og því er fyrirhuguð dagskrá föstudaginn 27. febrúar n.k. Félagið Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins boða til málþings í tilefni dagsins. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, skráning hér fyrir neðan.

Ný Evrópurannsókn á einhverfu með þátttöku Íslands - Einhverfa í Evrópu (ASDEU)

Stefnt er að því að auka skilning á einhverfu með samstarfi háskóla, hagsmunafélaga og sérfræðistofnana frá í 14 Evrópulöndum. Um er að ræða nýtt rannsóknarverkefni „Einhverfurófsraskanir í Evrópu“ (ensk skst. ASDEU) sem er styrkt af Evrópuráðinu.

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma verður haldinn 28. febrúar

Lækn­is­fræðileg grein­ing er orðin að gjald­miðli fyr­ir þjón­ustu við börn með sérþarf­ir í skóla­kerf­inu

„Það er ekki þar með sagt að grein­ing­in sé óþörf, langt því frá, en stund­um liggja það mikl­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir að það er hægt að hefjast handa miklu fyrr með að veita barn­inu þjón­ustu eft­ir þörf­um" segir Evald Sæmundsen sviðsstjóri á Greiningar- og ráðgjafarstöð.