Fréttir

Auglýst eftir kynningum á vorráðstefnu Greiningarstöðvar

Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 12. og 13. maí 2016.

Ráðstefna um ákominn heilaskaða þann 18. mars 2016

Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, stendur fyrir ráðstefnu um ákominn heilaskaða þann 18. mars næstkomandi á Grand Hótel frá kl. 9.00-11.45. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Kevin Pearce, fyrrum atvinnumaður á snjóbrettum og rekur í dag góðgerðasamtökin Love Your Brain, sem hann stofnaði eftir að hann sjálfur lenti í slysi við æfingar árið 2009 og hlaut ákominn heilaskaða.

Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga

Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu til Alþingis um stöðuna í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga hér á landi. Í henni kemur meðal annars fram að biðtími eftir úrræðum er allt of langur og gengur gegn lögbundnum skyldum ríkisins. Biðin hafi veruleg neikvæð áhrif á velferð barna með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Settar eru fram ábendingar til velferðarráðuneytis um að meta raunverulega þörf þessa hóps fyrir ítar- og sérfræðiþjónustu í geðheilbrigðismálum þannig að unnt sé að setja inn markvissar aðgerðir.

Starfslok forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir var skipaður forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 1. janúar 1986 og hefur gegnt því starfi óslitið síðustu 30 ár. Um síðastliðin áramót urðu tímamót þegar hann lét af störfum sem forstöðumaður.

Umsækjendur um embætti forstöðumanns

Þrettán sóttu um embætti forstöðumanns Greiningarstöðvar en listi umsækjanda hefur verið birtur á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.

Kvennanámskeið Tabú

Námskeiðið er samstarfsverkefni Tabú og Kvennahreyfingar ÖBÍ. Fjallað verður um áhrif margþættrar mismununar, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra og langveikra kvenna.

Íþróttaskóli ÍFR hefst 16. janúar!

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 16. jan. 2016 í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

Jólakveðja

Ýmis verkefni starfsmanna Greiningarstöðvar

Starfsfólk Greiningarstöðvar hefur öllu jafna næg verkefni í vinnu sinni á stofnuninni. Starfsmenn stofnunarinnar eru einnig ötulir við að sinna öðrum verkefnum, s.s. rannsóknum, gerð fræðsluefnis og ritun fræðilegra vísindagreina svo eitthvað sé nefnt.

Gjöf til Greiningarstöðvar

Mánudaginn 7. desember sl. komu góðir gestir færandi hendi. Fjölskylda Hugins Kolka Gíslasonar afhenti Greiningarstöðinni til eignar, Tobii augnstýribúnað, tjáskiptaforritið communicator og fartölvu.