Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur

Í gær, þann 20. september samþykkti Alþingi einróma þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Ný íslensk rannsókn um einhverfu og enskunotkun

Karen Kristín Ralston lauk nýlega meistaraprófi í almennum málvísindum frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsókn hennar nefnist: Autism and English in Iceland: Are young Icelanders with autism spectrum disorders using English differently than their peers?

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Í dag þann 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Yfir 350.000 sjúkraþjálfarar í 112 félögum víða um lönd fagna deginum og vekja athygli á starfi sínu.

Barnaverndarþing 2016

Barnaverndarþing 2016 verður haldið 7. október nk. kl. 8:00 til 16:30 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Öryggi barna - ný hugsun - ný nálgun og mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setja þingið.

CAT-kassinn og CAT-appið

Námskeið um CAT-kassann og CAT-appið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudaginn 12. september 2016, kl. 09:00 - 15:30.

Ráðstefnan „Frá hömlun til hæfni“

Ráðstefnan Frá hömlun til hæfni verður haldin á Grand hótel 9. og 10. september 2016 á vegum norrænu sérkennarasamtakanna NFSP. Markmið ráðstefnunnar er að skoða eflandi leiðir í starfi og skipulagi nemenda með sérþarfir í námi.

Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn?

Fjölmennt heldur námskeiðið „ Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn“? Námskeiðið er fyrir fullorðið fólk, 20 ára og eldra sem hefur fengið greiningu á einhverfurófi á unglings- eða fullorðinsárum.

Grunnnámskeið í PECS

Grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) verður haldið dagana 8. og 9. september 2016, kl. 09:00 - 12:00 báða dagana.

Heimsókn meistaranema í atferlisgreiningu

Í júní síðast liðnum var hópur meistaranema í atferlisgreiningu ásamt tveim kennurum frá Regis College í Boston í heimsókn hér á landi. Tilgangur heimsóknarinnar var að vinna með stuðningsaðilum leikskólabarna sem fá snemmtæka heildstæða atferlisíhlutun.

Ráðstefna um SIS matskerfin þann 30. júní - skráningu lýkur!

Vekjum athygli á að skráningu á ráðstefnuna um SIS matskerfin lýkur á miðnætti í kvöld þann 23. júní. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli Reykjavík, Hvammi.