30.06.2016
Þann 30. júní verður ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna og fullorðinna „Supports Intensity Scale®“ (SIS-C og SIS-A) á Grand Hótel Reykjavík.
24.05.2016
Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin var 12. og 13. maí síðastliðinn var vel sótt. Ráðstefnan var sú 31. í röðinni og að þessu sinni var umfjöllunarefnið „Litróf fatlana – Sjaldan er ein báran stök“ en Greiningarstöðin fagnar einmitt 30 ára starfsafmæli í ár. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra setti ráðstefnuna.
01.06.2016
-
02.06.2016
Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. og 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.
19.09.2016
-
20.09.2016
Rarelink heldur fjórðu norrænu ráðstefnuna um sjaldgæfa sjúkdóma í Kaupmannahöfn 19.-20. september 2016. Ráðstefnan er ætluð öllum sem áhuga hafa á, vinna við eða tengjast málefninu, svo og hagsmunasamtökum og stjórnendum á sviði velferðarþjónustu á Norðurlöndum.
12.05.2016
-
13.05.2016
Skráning á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðar ríkisins sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 12. og 13. maí næst komandi er í fullum gangi þessa dagana og skráningarfrestur hefur verið framlengdur til hádegis föstudaginn 6. maí.
26.04.2016
Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir fræðslukvöldum í samvinnu við Velferðarráðuneytið um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðra við það að komast á fullorðinsár.
28.04.2016
Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt. Börn eru allt of lengi á biðlistum og á meðan gerist oft lítið eða ekkert í þeirra málum, þroska þeirra og námi.
31.03.2016
Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl. Í tilefni dagsins setja Evrópsku einhverfusamtökin af stað langtíma kynningarátak undir slagorðunum: virðing, samþykki, þátttaka (e. respect, acceptance, inclusion).
30.03.2016
Skráning á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðar ríkisins 2016 er í fullum gangi þessa dagana. Yfirskriftin er Litróf fatlana - Sjaldan er ein báran stök og verður ráðstefnan haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 12.-13. maí næst komandi.
02.04.2016
-
03.04.2016
Á laugardaginn heimsækja tvær þýskar konur félagsmenn og áhugafólk um Downs-heilkenni og deila reynslu sinni af fræðslu, þjálfun og kennslu einstaklinga með Downs-heilkenni.