25.10.2016
Í dag er alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus (í. hryggrauf og vatnshöfuð). Dagurinn er nýttur til að vekja athygli á málefnum þessa hóps.
22.10.2016
Íþróttafélag fatlaðra heldur kynningardag þann 22. október kl. 14:00 - 16:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér íþróttir eins og Boccia, borðtennis, bogfimi, frjálsar íþróttir og margt fleira.
11.11.2016
Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræði Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu þann 11. nóvember næstkomandi kl. 09:00 - 15:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Á ráðstefnunni verður rýnt í mikilvæga þætti sem varða fötlun, fjölskyldulíf og sjálfræði. Aðalfyrirlesari er dr. David McConnell prófessor við Alberta háskóla í Kanada en hann er leiðandi fræðimaður á sviði rannsókna um fjölskyldur og fötlun.
10.10.2016
Blár apríl býður foreldrum barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfurófi upp á námskeið.
10.10.2016
Fimmtudaginn 13. október heldur Dr. Lea Hyvärinen fyrirlestur í sal Blindarfélagsins, Hamrahlíð 17. Fyrirlesturinn nefnist: Infants Development of Vision and Delays of Development. Watch the delays! Teach the mothers!
05.10.2016
Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda ráðstefnu um atferlisgreiningu 3. og 4. nóvember 2016 í Nauthól.
05.10.2016
Fyrsti miðvikudagur í október er alþjóðlegur dagur CP (Cerebral palsy).
30.09.2016
Íþróttafélagið Ösp kynnir nútímafimleika fyrir þroskahamlaðar stúlkur og konur á aldrinum 14-25 ára. Kynningin verður í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla mánudaginn 3. október kl. 17:00 - 18:00. Leiðbeinendur eru Sigurlín Jóna og Eva Hrund. Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu.
27.09.2016
Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 24. september 2016 í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00 - 11:50. Skráning er á netfangið ifr@ifr.is. Lögð er áhersla á þátttöku hreyfihamlaðra barna á aldrinum fjögurra til tíu ára.
06.10.2016
-
07.10.2016
Öryggismiðstöðin heldur ráðstefnu þar sem Ove Gerhard Jensen yfirmaður velferðarsviðs Álaborgar í Danmörku segir frá þróun þjónustu við eldri borgara og fatlaða þar í borg. Álaborg hefur þótt afar framarlega í þjónustu við þessa hópa notenda og er mörgum fyrirmynd í þeim efnum.