20.01.2017
Föstudaginn 27. janúar næst komandi verður haldið málþing um sérúrræði í grunnskólum og nemendur með sérþarfir. Málþingið verður í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju).
19.01.2017
Haldinn verður morgunverðarfundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 3. febrúar næst komandi. Þetta er þriðji og síðasti fundurinn í röðinni „Skóli fyrir alla.“
17.01.2017
TMF Tölvumiðstöð er til húsa að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og þangað geta foreldrar, fatlað fólk og fagfólk leitað ráðgjafar um +ymis konar tæknilausnir. Sem dæmi má nefna ráðgjöf og leiðsögn við að finna öpp, forrit og búnað sem gagnast börnum í námi, leik og þjálfun.
11.01.2017
Við kynnum til sögunnar nýtt og spennandi námskeið á vorönn - „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik".
21.12.2016
kæra samstarfsfólk megið þið njóta birtu og ylar um hátíðarnar - hér er jólakveðja frá okkur á Greiningar- og ráðgjafarstöð.
13.01.2017
Árlega ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar Landspitala verður haldin þann 13. janúar 2017 á Grand Hótel Reykjavík. Að þessu sinni verða börn, unglingar og samfélagsmiðlar í brennidepli. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og aðalfyrirlesari er Gwenn S. O´Keeffe en hún er bandarískur barnalæknir sem hefur sérhæft sig í málum sem varða net- og tölvuleikjanotkun barna og unglinga.
08.12.2016
„Mannréttindi kosta peninga“ - segir Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálp í þættinum Samfélagið á RUV. Rætt er við Bryndísi um margt sem viðkemur réttindum fatlaðs fólks og hvað má betur fara í þeim efnum.
07.12.2016
Námskeiðsdagskrá vorannar 2017 er að taka á sig mynd og verður opnað fyrir skráningu á hinum ýmsu námskeiðum á næstu dögum.
02.12.2016
Allt frá 1992 hafa Sameinuðu þjóðirnar fagnað alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember ár hvert. Þemað í ár tengist heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun en þau tóku gildi í byrjun árs 2016.
30.11.2016
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur skilað niðurstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið til að fá innsýn í aðstæður ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri, kanna reynslu þess af stuðningi sem það hefur fengið og fá ábendingar um hvað betur má fara.