Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 2017

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin dagana 11. - 12. maí 2017 á Hilton Reykjavík Nordica. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er: Fötluð börn og ungmenni, heildræn þjónusta - árangur og áskoranir.

Orðagull er nýtt málörvunarapp fyrir spjaldtölvur

Nýtt smáforrit fyrir spjaldtölvur er komið út og var það kynnt á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Forritið nefnist Orðagull og er hannað fyrir elstu börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla.

Afmælisráðstefna Þroskahjálpar

Þann 2. desember halda Landssamtökin Þroskahjálp ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík. Tilefnið er 40 ára afmæli samtakannna og alþjóðadagur fatlaðs fólks sem er 3. desember. Ráðstefnan stendur frá kl. 12:30 - 16:00.

Nýjar leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd

Embætti landlæknis hefur gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd og birt á vefsetri embættisins. Leiðbeiningarnar tóku gildi 9. nóvember síðastliðinn, eru ætlaðar fagfólki sem starfar á þessu sviði á landsvísu og eru gefnar út í samstarfi við Þróunarsvið heilsugæslunnar.

Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til framtíðar

Þann 17. nóvember næst komandi verður haldið málþing um NPA en tilraunaverkefni um þetta form á þjónustu rennur út í lok þessa árs. Rýnt verður í reynsluna af verkefninu frá ólíkum sjónarhornum og horft til framtíðaruppbyggingar. Málþingið fer fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Í dag er baráttudagur gegn einelti

Í dag þann 8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti. Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig má stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Fræðadagar heilsugæslunnar 2016

Dagana 3. og 4. nóvember verða fræðadagar heilsugæslunnar haldnir á Grand Hóteli Reykjavík. Yfirskriftin er: Lífstíll - áskoranir heilsugæslu. Fræðadagarnir eru árlegur viðburður og kjörinn vettvangur fyrir fagfólk úr velferðarþjónustu til að auka við þekkingu sína og miðla reynslu.

CP félagið 15 ára

Þann 30. október fagnaði CP félagið á Íslandi 15 ára afmæli sínu. Þennan dag 2001 söfnuðust á annað hundrað manns saman á Æfingastöðinni að Háaleitisbraut og stofnuðu félagið. Aðstandendur og fleiri sáu þörf fyrir félag sem sérhæfði sig í þekkingu og vinnu með einstaklingum með CP.

Gráu svæðin bitna á velferð barna og ungmenna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrsluna: Gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Skýrslan er unnin af lögfræði- og velferðarsviði sambandsins og er liður í stefnumörkun um að fækka gráum svæðum. Velferðarþjónustan er rædd út frá víðtækum skilningi og varðar félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, málefni aldraðra og fatlaðs fólks.

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar

Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Víða um heim nýta iðjuþjálfar tækifærið til að kynna fag og störf á fjölbreyttum vettvangi.