09.09.2019
Síðastliðinn laugardag, 7. september var Alþjóðlegi Duchenne dagurinn en tilgangur hans er að auka skilning og þekkingu á aðstæðum þeirra sem lifa með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn.
02.09.2019
Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra hefur gefið út bæklinginn Fæði, þyngd og heilsa hreyfihamlaðs fólks en sambandið fékk leyfi sænsku samtakanna Spinalis Foundation (Samtök mænuskaddaðra) til að þýða bæklinginn.
13.08.2019
Við vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðunum Ráðagóðir kennarar og Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik.
07.08.2019
Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar árið 2018 er komin út. Þetta er fyrsta ársskýrsla stofnunarinnar, en hún hóf starfsemi sína í maí 2018. Í ársskýrslunni er almenn umfjöllun um stofnunina og starfið á fyrsta starfsári hennar.
04.07.2019
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er lokuð vegna sumarleyfa frá 8. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 10:00.
24.06.2019
Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 9. og 10. maí sl. eru nú tiltækar á vef stöðvarinnar. Áður var búið að setja inn glærur fyrirlesara.
21.06.2019
Ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir árið 2018 er komin út. Þar koma fram helstu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og umfang hennar.
14.06.2019
Þriðjudaginn 10. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995. Markmið styrktarsjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa.
13.06.2019
Erum enn að bæta við námskeiðum á haustönn. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið; AEPS færnimiðað matskerfi og Skipulögð kennsla.
06.06.2019
Endurmenntun HÍ býður upp á vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust, sem ber heitið „Skóla-PEERS námskeið fyrir leiðbeinendur og annað fagfólk". Um að ræða þriggja daga námskeið fyrir kennara og annað fagfólk í grunn- og framhaldsskólum. Þátttakendur öðlast réttindi til að halda námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með ýmsar greiningar, s.s. ADHD, einvherfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.