08.03.2024
Fjarnámskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik!
Námskeiðið er 13. og 14. mars 2024 á zoom.
06.03.2024
Námskeiðið er nýtt hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og minnka líkur á hamlandi kvíða síðar á lífsleiðinni.
Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.
21.02.2024
Málþing á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna, 29. febrúar!
06.02.2024
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
23.01.2024
Fjarnámskeið um öðruvísi taugaþroska og áskoranir unglingsáranna verður haldið á zoom 15. febrúar frá 09:00 - 16:00. Á námskeiðinu er fjallað er um óvenjulegan taugaþroska, áskoranir og styrkleika þess að vera öðruvísi.
19.01.2024
Framundan er fræðandi námskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Námskeiðið er haldið 7. og 8. febrúar 2024 á Hilton Reykjavík Nordica.
10.01.2024
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 2. og 3. maí 2024. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.
08.01.2024
Helga Kristín Gestsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem fræðslu- og kynningarstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Hún tók við starfinu 1. janúar 2024 af Dóru Magnúsdóttur.
08.01.2024
Ánægjulegt er að upplýsa um gjöfult samstarf Miðstöðvar mennta og skólaþjónustu (MMS) og Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) sem hefur gefið af sér tvær kennslubækur um kynheilbrigði.