15.01.2019
Athugið að listinn er ekki tæmandi. Ráðgjafar- og greiningarstöð ber ekki ábyrgð á þeim námskeiðum sem hér eru auglýst.
31.01.2022
Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í febrúar 2022 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.
01.10.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á því að það eru laus pláss á námskeiðið BAYLEY-III þroskaprófið (09121) 5. október nk. Námskeiðið er fyrir sálfræðinga sem vinna við frumgreiningar á ungum börnum, t.d. hjá sveitarfélögum og í heilsugæslu.
14.04.2021
Skráning stendur yfir á fræðslunámskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 17. apríl og 24. apríl 2021. Námskeiðið er bæði sent út beint í gegnum fjarfundabúnað sem og haldið í raunheimum.
13.04.2021
Framhaldsnámskeið í PECS boðskiptakerfinu verður haldið í Reykjavík 29. apríl 2021. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.
24.08.2020
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, 12. og 19. september 2020. Vel verður gætt að sóttvörnum og boðið uppá þátttöku um fjarfundarbúnað kjósi menn slíkt - hvar sem er á landinu.
06.12.2019
Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í janúar 2020 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.
11.10.2019
ADHD samtökin efna til málþings á Grand Hótel, föstudaginn 1. Nóvember nk. um ADHD og vinnumarkaðinn. Yfirskrift málþingsins er „Þú vinnur með ADHD“. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD á vinnumarkaði.
11.10.2019
Skráningu er að ljúka á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 5. nóvember nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
11.10.2019
Skráningu er að ljúka á hið sí vinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD. Námskeiðið verður haldið 9. og 16. nóvember milli 10:00 og 14:00 í Reykjavík, en þátttaka er möguleg í gegnum Facebook um allt land.