Hlutverk
Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er að efla lífsgæði og bæta framtíð fatlaðra barna og unglinga og fjölskyldna þeirra.
Gildi
Fagmennska
Við sýnum færni og ábyrgð í störfum okkar og leitumst við að veita börnum og fjölskyldum þeirra bestu mögulegu þjónustu.
Framsækni
Við leitumst við að vera leiðandi afl í rannóknum og miðlun þekkingar.
Velferð
Við leitumst við að auka lífsgæði fjölskyldunnar til framtíðar.
Virðing
Við sýnum virðingu í samskiptum við fjölskyldur og samstarfsfólk þar sem þarfir, gildi og óskir fjölskyldunnar eru í forgrunni.
Framtíðarsýn
Á Greiningar- og ráðgjafarstöð verði veitt þjónusta byggð á bestu þekkingu sem til er á hverjum tíma með því að tengja þjónustuna við rannsóknir og miðla henni með fræðslu.