Vakin er athylgi á grein Rögnu Laufeyjar Þórðardóttur talmeinafræðings sem birtist nú í júní 2025 í Talfræðingnum sem er tímarit talmeinafræðinga á Íslandi.
Í greininni fjallar Ragna um fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir - hvað á gera?
Umfjöllun snýr m.a. að viðurkenndum leiðum í innleiðingu á myndrænum tjáskiptaleiðum.
Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar:
„Hugtakið óhefðbundin tjáskipti hefur verið notað lengi á Íslandi þegar það er verið að ræða um tjáskipti þar sem einstaklingar þurfa að nýta sér tjáskiptaleið sem er hvorki talað mál né íslenskt táknmál. Síðastliðin ár hafa hugtökin fjölbreyttar tjáskiptaleiðir, tjáskiptatækni eða tjáskiptalausnir verið notuð í meira mæli þar sem þau þykja jákvæðari og henta betur okkar fjölbreytta samfélagi. Annað hugtak, sem er kannski meira lýsandi og tengist meira enska hugtakinu Augmentative and Alternative Communication (AAC), er fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir (FST). Hvaða hugtak við notum er ekki aðalatriðið en það sem skiptir mestu máli er að við styðjum einstaklinga í tjáskiptum sama hvernig tjáskiptin eru."
„FST er hugtak yfir mismunandi aðferðir sem geta nýst einstaklingum til að styðja við tjáskipti þeirra hvort sem það er talað mál eða ekki. Þessar aðferðir geta verið einfaldar og óstuddar lausnir eins og tákn, bendingar og líkamshreyfingar eða einfaldar studdar lausnir eins og myndir, tjáskiptabækur og spjöld (myndræn tjáskipti). Einnig eru í boði flóknari hátæknilausnir eins og spjaldtölvur, sérhæfðar tjáskiptatölvur, augnstýribúnaður, ýmsir rofar og fleira."
„Flest FST sérfræðiteymi úti í heimi hafa verið að vinna eftir fjórum hugtökum og áherslum sem eru núna skilgreind sem viðurkenndar leiðir (e. best practice) í innleiðingu á myndrænum tjáskiptaleiðum. Þessar áherslur eru: vinna með kjarnorðaforða, aukið aðgengi, aukin tækifæri og að fólk í umhverfi notandans sé fyrirmynd í notkun á tjáskiptaleiðinni."
Linkur á grein
Einnig er vaktin athygli á námskeiðum á vegum RGR um fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir en þau má sjá hér.