Unglings- og kynþroskaárin (0425)

Fræðsla fyrir foreldra barna frá 10 ára aldri

Kennt í fjarkennslu

Dagsetning og tími: 22. apríl frá 09:00 – 10:00. Í framhaldi af námskeiði er boðið upp á eina klukkustund í hóphandleiðslu/ráðgjöf út frá ólíkum áherslum á efnistökum en tími hennar er ákveðinn með þátttakendum. Samtals 2 klukkustundir.

Verð: kr. 6200.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna frá 10 ára aldri sem þurfa um umtalsverða íhlutun í daglegu lífi (Athugið að annað sambærilegt námskeið er ætlað skólafólki, það heitir Kynheilbrigði og aðlagaðar kennsluaðferðir í kynfræðslu).

Hámarksfjöldi:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 5 og hámarksfjöldi 12.

Lýsing:

Rannsóknir sýna að foreldrar fatlaðra barna upplifa kynþroskaárin flókið tímabil og upplifa sig stundum ein með þetta verkefni. Breytingar sem fylgja unglingsárum og kynþroskanum hjá börnum eru gjarnan miklar. Það eru mörg atriði sem þarf að huga að við þessi tímamót og áskoranir geta verið fjölmargar. Á námskeiðinu verður reifað hvaða þætti þarf að hafa í huga við uppeldið til að börnin séu sem best undirbúin fyrir þessi tímamót sem og til að efla þau til frekari sjálfstæðis fyrir fullorðinsárin. Þá verður rætt um mikilvægi samstarfs heimilis og skóla í tengslum við efnistök einstaklingsnámskrár og fleira. Námskeiðið byggist á fyrirlestri og umræðum.

Markmið:
Að foreldrar fái innsýn inn í með hvaða hætti þau geti betur stutt við og undirbúið börn sín undir kynþroskann og fullorðinsárin í tengslum við kynverund þeirra.

Umsjón:
María Jónsdóttir, félagsráðgjafi

 

Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:

Skráningu á námskeiðið unglings- og kynþroskaárin lýkur 15. apríl 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.

Heiti námskeiðs
Dagsetning
Dagar
Tími
Staðsetning
22. apr 2025
þri
09:00-10:00
Fjarkennsla