Staðsetning: Húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72.
Dagsetning og tími: Lau. 15. og sun. 16. febrúar 2025 frá klukkan 12:00-15:00 báða dagana.
Verð: kr. 15.900 á barn.
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Systkinasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 7 - 11 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 6 og hámarksfjöldi 12.
Lýsing:
Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira.
Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best og skemmti sér.
Umsjón
Herdís Hersteinsdóttir þroskaþjálfi.
Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:
Skráningu á námskeiðið Systkinasmiðjan - yngri börn lýkur 7. febrúar 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss.Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér
15. feb 2025 - 16. feb 2025
lau-sun
12:00-15:00
Húsnæði Hjálpræðishersins RVK