Litróf einhverfunnar. Ný bók um einhverfu.

Litróf einhverfunnar - Ný bók
Litróf einhverfunnar - Ný bók

Fjallað er um greiningu á einhverfu, orsakir hennar og meðraskanir, framvindu og horfur, meðferð, þjónustu, fjölskyldur, líf og reynslu einhverfra. Sjónum er einkum beint að börnum og unglingum, en þó einnig að öðrum aldurshópum. Þá eru í bókinni nýjar upplýsingar um sögu einhverfu á Íslandi.

Bókin er hugsuð fyrir foreldra og aðra ættingja, einhverfa sjálfa, þá sem tengjast einhverfum í starfi, nemendur í framhaldsskólum og á neðri stigum háskóla, svo og aðra sem hafa áhuga á einhverfu.
Bókin er samin af starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen.

Fæst hjá Bóksölu stúdenta og í öllum helstu bókaverslunum landsins.