Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í snemmtækri íhlutun á Yngri barna sviði, starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði og starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
Á Ráðgjafar- og greiningarstöð starfa um 60 starfsmenn. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Sjá nánar www.rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.
Á Yngri barna sviði er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
Á sviði Langtímaeftirfylgdar er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf.
Frekari upplýsingar um starf ráðgjafa í snemmtækri íhlutun
Frekari upplýsingar um starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði
Frekari upplýsingar um starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar