Talmeinafræðingur til afleysinga

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á Eldri barna sviði en þar er veitt þjónusta vegna barna á grunn- og framhaldsskólaaldri. Um er að ræða afleysingarstarf til allt að 12 mánaða.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Mat á málþroska og færniþáttum sem tengjast honum með stöðluðum próf- og matstækjum og klínískum athugunum

 • Úrvinnsla prófgagna, túlkun niðurstaðna, skráning og skýrslugerð

 • Ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna með málþroskaraskanir

 • Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar, m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna á einhverfurófi og með önnur frávik í taugaþroska

 • Þátttaka í fræðslustarfi innan og utan stofnunar

Hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi sem talmeinafræðingur

 • Þekking og/eða reynsla sem nýtist í starfi

 • Reynsla af vinnu með börnum

 • Mjög góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi

 • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar þessarar.

Á Ráðgjafar- og greiningarstöð starfa um 60 starfsmenn. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Sjá nánar www.rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing.

Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.03.2024

Nánari upplýsingar veitir

Helga Kristinsdóttir, helga.kristinsdottir@rgr.is

Sími: 510 8400

Sótt er um starfið hér: Talmeinafræðingur til afleysinga | Ísland.is (island.is)