Starf sálfræðings laust til umsóknar á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska
  • Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar, m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd

  • Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi innan og utan stofnunar

Hæfniskröfur 

  • Íslenskt starfsleyfi sem sálfræðingur

  • Þekking og reynsla af notkun helstu greiningatækja vegna þroskahömlunar og/eða einhverfu

  • Þekking og reynsla af vinnu með börnum og unglingum

  • Þekking og reynsla af ráðgjöf og fræðslu til foreldra og fagfólks

  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi

  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar þessarar.

Á Ráðgjafar- og greiningarstöð starfa um 60 starfsmenn. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Sjá nánar www.rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing.

Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.06.2024

Nánari upplýsingar veitir 

Guðrún Þorsteinsdóttir, gudrun.thorsteinsdottir@rgr.is

Sími: 510 8400

Sækja um starf