ATH! Þessi handleiðsla er einungis ætluð þeim sem hafa setið námskeiðið: Fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir.
Handleiðslan fer fram á fjarfundi
Dagsetning og tími: 2. desember frá 14.00 - 15.00.
Verð: Fagaðili: kr. 9.000.- Aðstandandi: kr. 4.500.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað þeim sem sátu námskeið í fjölbreyttum og styðjandi tjáskiptaleiðum þann 15. september 2025 eða 13. október 2025.
Fjöldi þátttakenda:
Hámarksfjöldi þáttakenda í handleiðslutímum er 10.
Lýsing:
Handleiðsla í fjölbreyttum og styðjandi tjáskiptaleiðum gefur þátttakendum sem setið hafa námskeiðið tækifæri á að koma saman með kennara. Handleiðslan felur í sér speglun og ráð frá kennara eftir að þátttakendur hafa prófað leiðir og aðferðir sem kynntar voru á námskeiðinu. Hægt er að spyrja spurninga og fá endurgjöf.
Markmið
Að styrkja þátttakendur við notkun leiða og aðferða sem kenndar eru á námskeiðinu fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir.
 
Umsjón: 
Ragna Laufey Þórðardóttir, talmeinafræðingur.
 
Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:
Skráningu á námskeiðið lýkur 24. nóvember 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér