Staðsetning: Fagrilundur, 200 Kópavogur (Íþróttahúsið bak við Snælandsskóla).
Dagsetning og tími: 14. október frá 08:30 -11:00. Samtals 2,5 klukkustundir. 
Verð: Fagaðili: kr. 9.250.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?  
Námskeiðið er eingöngu ætlað fagfólki sem starfar í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir sérkennslustjóra, deildarstjóra, stuðningsaðila, deildarstjóra stoðþjónustu, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. 
Fjöldi þátttakenda  
Lágmarksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði er 12. 
Lýsing 
Námskeiðið er almenn fræðsla fyrir fagaðila um það sem á sér stað frá því að frumgreining liggur fyrir og þar til að greiningarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) er lokið.
Farið verður yfir hvað þarf til að barni sé vísað á RGR. Skoðaðar verða aðferðir sem hægt er að nýta í vinnu með barni á þessu tímabili. Farið er ítarlega í gegnum hvað greiningarferli á RGR felur í sér og hvaða gögn og upplýsingar þurfa að berast frá leik- og grunnskóla fyrir athugunarviku á RGR.
Markmið 
- Að þátttakendur séu vel upplýstir um hvað greiningarferli á RGR felur í sér. Að þeir geti stutt sem best við barnið og foreldra þess.
 
- Að þátttakendur fái hagnýtar upplýsingar um hvernig vinna megi með barninu og þá þjónustu sem býðst.
 
Kennarar 
Erna Magnúsdóttir, sálfræðingur 
Þórey Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
 
Skráningarfrestur og greiðsluskilmálar:
Skráningu á námskeiðið Biðtíminn: Frá frumgreiningu að athugunarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð lýkur 6. október 2025, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss.Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið.
Frekari upplýsingar um greiðsluskilmála má finna hér