Staðsetning: Rauða kross salurinn Hafnarfirði, Strandgötu 24.
Dagsetning og tími: 16., 17. og 18. október 2023 frá klukkan 09:00-16:00 alla dagana. 24 kennslustundir.
Verð: Fagaðili: 59.200.- Aðstandandi: 16.500.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og fólki sem starfar með einhverfum börnum og ungmennum.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 30.
Lýsing
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH. Kynning er á hugmyndafræðinni og greint frá verkfærum skipulagðrar kennslu. Fjallað er um hvernig aðferðir hugmyndafræðinnar stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu. Nýttar eru leiðir sem ýta undir að umhverfi og aðstæður mæti þörfum einhverfra, stuðli að vellíðan og til að kenna nýja færni. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Unnið er í hópum þar sem þátttakendur æfa sig að nýta hugmyndafræðina og verkfæri hennar.
Markmið
Að þátttakendur:
- Fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH
- Læri grunnatriði skipulagðrar kennslu
- Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagðrar kennslu í skólaumhverfi, á vinnustað eða heimili einhverfra sem og öllum athöfnum daglegs lífs
Umsjón:
Helga Kristín Gestsdóttir iðjuþjálfi RGR
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráningu á námskeiðið Skipulögð kennsla lýkur 12. október 2023, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku yrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.