Ýmis viðtöl og greinar

Þarfir og þjónusta við sjúklinga á einhverfurófi. Grein eftir Ásdísi Bergþórsdóttur sálfræðing - Læknablaðið 05.tbl.104.árg.2018. Hér má lesa greinina. 

Samfélagsþátttaka einhverfra barna: Viðhorf foreldra. Grein eftir Gunnhildi Jakobsdóttur, Þóru Leósdóttur og Snæfríði Þóru Egilson. Iðjuþjálfinn - fagblað iðjuþjálfa 38. árg. 1. hefti 2017. Hér má lesa greinina.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - þjónusta á landsvísu. Grein eftir Þóru Leósdóttur og Kristjönu Magnúsdóttur sem birtist í Glæðum, fagtímariti félags íslenskra sérkennara 27. árg. 2017. Hér má lesa greinina.

Lífsgæði 8–17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra. Grein eftir Lindu Björk Ólafsdóttur, Snæfríði Þóru Egilson og Kjartan Ólafsson. Uppeldi og menntun 23. árgangur 2. hefti 2014. Hér má lesa greinina.

Samfélagslegt svigrúm fyrir mannlegan breytileika. Viðtal við Ingólf Einarsson barnalækni í Læknablaðinu,07/08. tbl. 99.árg. 2013. Hér má lesa greinina. 

Alvarlegt að börn bíði í tvö ár eftir greiningu. Evald Sæmundsen sálfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs einhverfu á Greiningarstöð skrifar grein í Fréttablaðið 13.nóvember 2012. Hér má lesa greinina.

Einhverfa á Íslandi – Hvað gerðist? Evald Sæmundsen sálfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs einhverfu á Greiningarstöð skrifar grein í Fréttablaðið 31. ágúst þar sem hann meðal annars varpar ljósi á þörf fyrir aukna þjónustu við börn með einhverfu. Hér má lesa greinina.

Einhverfa – fjölgun greindra tilfella – af hverju efasemdir? Evald Sæmundsen sviðstjóri fagsviðs einhverfu skrifaði grein í Fréttablaðið, 18.apríl 2012, sem varpar ljósi á fjölgun tilfella. Lesa viðtalið hér. Einnig er hægt að nálgast lengri útgáfu af greininni hér.

Alveg sama hvað öðrum finnst. Viðtal við Evu Hrönn Steinþórsdóttur móður drengs með einhverfu og formann í stjórn Umsjónarfélags einhverfra. Viðtalið birtist í Ísland í dag 19. mars 2012. Hlusta á viðtalið hér

Skilja tölvur betur en fólk, viðtal Þóru Tómasdóttur. Fréttatíminn 1. apríl 2011.
Egill Jónasson og Anna Bergþórsdóttir sem greinst hafa með röskun á einhverfurófi eru meðal sérfræðinga sem taka til starfa hjá fyrirtækinu Specialisterne þar sem virkjaðar eru sterkustu hliðar fólks á einhverfurófi. Þau segjast bæði lunkin við að koma auga á smáatriði sem öðrum yfirsjást en hafa átt erfitt með að fóta sig í atvinnulífinu. Lesa viðtalið hér

Fjölbreytt úrræði nauðsynleg. Umfjöllun um aukningu á greiningu á einhverfu frá 8. janúar 2009. Lesa greinina hér. 

Gott að vera ekki lengur á gráu svæði. Viðtal við Lindu Berry um son hennar sem var á 11. ári árið 2009. Lesa viðtalið hér.

Örugg höfn fyrir Lárus, viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðið 19. september 2010.
Lárus Karl er sjö ára gamall drengur með Aspergersheilkenni. Móðir hans, Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson, segir að alla daga sé fjölskyldan að skapa þessum unga dreng örugga höfn. Í viðtali ræðir Bryndís um son sinn og daglegt líf fjölskyldunnar.
Lesa viðtalið hér 

- Að segja barni frá sinni röskun, frá Kennedy Krieger Institute. Grein sem fjallar um hvernig á að segja börnunum frá sinni röskun.  First birt árið 2010. Hér má lesa greinina. 

Vefir með ýmsar upplýsingar um einhverfu: 
Autism Spectrum Connection
First steps

Bæklingur um einhverfu, gefinn út af Autism Europe AISBL, 2010:
Persons with autism sprectrum disorders. Identification, Understanding, Intervention

Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks.Grein birt í Fréttablaðinu 2. desember 2010. María Játvarðardóttir félagsráðgjafi skrifar. Hér má lesa greinina.